Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 30. júní 2020 20:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjölnir að fá leikmann frá Viborg
Úr leik Fjölnis og Stjörnunnar.
Úr leik Fjölnis og Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt danska miðinum bold.dk er Christian Sivebæk, leikmaður Viborg, búinn að skrifa undir samning við Fjölni um að leika með liðinu í Pepsi Max-deildinni.

Sivebæk er 32 ára gamall sóknarmaður sem getur leyst stöðu hægri vængmanns einnig.

Hann skoraði sjö mörk og lagði upp sex fyrir Viborg á þessari leiktíð. Viborg er í næstefsta sæti næstefstu deildar í Danmörku.

Fjölnir er í næstneðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar eftir þrjár umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Fylki á heimavelli á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner