Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. júlí 2020 18:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Fyrsti sigur Völsungs staðreynd
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Völsungur 2 - 1 Víðir
1-0 Bjarki Baldvinsson ('17)
1-1 Hólmar Örn Rúnarsson ('62)
2-1 Daníel Már Hreiðarsson (93)

Völsungur vann sinn fyrsta leik í 2. deild karla er liðið fékk Víði í heimsókn í fallbaráttuslag í kvöld.

Bjarki Baldvinsson kom heimamönnum á Húsavík yfir þegar hann skoraði með góðu skoti á 17. mínútu leiksins. Staðan var 1-0 í hálfleik, Völsungi í vil.

Eftir stundarfjórðung í seinni hálfleiknum jöfnuðu gestirnir úr Garði þegar spilandi þjálfari liðsins, Hólmar Örn Rúnarsson, skoraði.

Það stefndi í jafntefli en í uppbótartímanum skoraði varamaðurinn Daníel Már Hreiðarsson sigurmark þeirra grænklæddu við mikinn fögnuð viðstaddra.

Völsungur er áfram á botni deildarinnar en núna með fjögur stig eftir afar kærkominn sigur. Víðir er í tíunda sæti með sjö stig.
Athugasemdir
banner
banner