Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   fim 30. júlí 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Innkastþjálfarinn framlengir hjá Liverpool
Thomas Gronnemark hefur framlengt samning sinn hjá Liverpool og mun hann hjálpa liðinu áfram á næsta tímabili

Gronnemark hefur sérhæft sig í að hjálpa félögum með innköst undanfarin ár.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ósáttur við hversu mikið liðið tapaði boltanum eftir innköst og hversu fá mörk það skoraði eftir innköst.

Hann ákvað að ráða Thomas til starfa árið 2018 og hefur verið ánægður með hans störf.

Sjá einnig:
Miklar bætingar í innköstum Liverpool eftir komu Gronnemark (Janúar 2020)


Athugasemdir
banner