Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 30. júlí 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Laporta: Koundé hjálpaði okkur að ganga frá kaupunum
Mynd: EPA

Joan Laporta gaf ítarlegt viðtal við CBS í gær og ræddi ýmsa leikmenn tengda Barcelona.


Barca hefur verið orðað við Bernardo Silva hjá Manchester City auk Marcos Alonso og Cesar Azpilicueta hjá Chelsea.

„Bernardo er frábær leikmaður en ég ber virðingu fyrir því að hann er leikmaður Manchester City. Við eigum nokkra vini hjá Man City eins og Pep Guardiola, Txiki Begiristain og Al Mubarak. Ég þekki marga innan félagsins," sagði Laporta.

„Azpilicueta og Alonso eru samningsbundnir Chelsea og ég virði það. Ég virði þá báða sem virkilega góða fótboltamenn sem hafa sýnt og sannað gæði sín undanfarin ár, en ég vil ekki tala um þá."

Laporta var að lokum spurður út í Jules Kounde, landsliðsmann Frakklands sem fór til Barcelona þrátt fyrir mikinn áhuga frá Chelsea.

„Koundé valdi að fara til Barcelona frekar en Chelsea því honum leist vel á verkefnið og þjálfarann. Það gaf okkur forskot í kapphlaupinu, leikmaðurinn sjálfur hjálpaði okkur að ganga frá kaupunum."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner