Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 30. júlí 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Laporta um Frenkie: Aldrei að vita hvað gerist
Mynd: Getty Images
Laporta elskar að svara spurningum fréttamanna. Hann var kjörinn forseti í fyrra og er þetta í annað sinn sem hann situr í forsetastól félagsins.
Laporta elskar að svara spurningum fréttamanna. Hann var kjörinn forseti í fyrra og er þetta í annað sinn sem hann situr í forsetastól félagsins.
Mynd: EPA

Joan Laporta fór víðan völl í viðtali við CBS í gær þar sem hann ræddi félagsskiptamál Barcelona.


Hann var spurður út í Frenkie de Jong, sem er efstur á óskalista Manchester United, og neitaði að leikmaðurinn væri til sölu en sagði einnig að hann gæti ekki útilokað félagsskipti hans í sumar.

De Jong er einn af fáum leikmönnum Barca sem hefur ekki samþykkt launalækkun til að vera áfram hjá félaginu og er talið að félagið skuldi honum fleiri milljónir evra í laun.

„Við viljum halda Frenkie og hann vill vera áfram hjá okkur. Varðandi launamálin erum við að gera nákvæmlega það sama með alla leikmenn liðsins en við getum augljóslega ekki neytt menn til að taka á sig launalækkun. Þetta er hans ákvörðun," sagði Laporta. Fjölmiðlar eru flestir sammála um að Barcelona og Man Utd hafi komist að samkomulagi um kaupverð á De Jong en leikmaðurinn sjálfur vilji ekki skipta um félag í sumar.

„Í fótboltaheiminum þá veit maður aldrei hvað gerist í framtíðinni, ég get ekki útilokað félagsskipti. En ég get sagt með vissu að það er mjög líklegt að hann verði áfram hjá félaginu. Ég mun gera mitt besta til að halda honum hérna.

„Hann er hágæðaleikmaður og frábær náungi. Við viljum halda honum og ég veit að hann vill vera hérna áfram."

En er eitthvað til í sögusögnunum sem hafa orðað De Jong við Chelsea?

„Við buðum De Jong aldrei til Chelsea, alls ekki. Við (Todd) Boehly snæddum kvöldverð saman og ræddum um fótbolta. Boehly er frábær manneskja og það eru engin vandamál á milli félaganna. Það vildi bara svo til að við vildum eitthvað af sömu leikmönnunum..."


Athugasemdir
banner
banner
banner