Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. júlí 2024 19:36
Brynjar Ingi Erluson
HK fær danskan markvörð (Staðfest)
Mynd: HK
Danski markvörðurinn Christoffer Petersen hefur skrifað undir samning við HK sem gildir út tímabilið en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

Petersen er 26 ára gamall og spilaði seinast með Kolding í B-deildinni í Danmörku. Þar var hann liðsfélagi Davíðs Ingvarssonar og Ara Leifssonar.

Áður spilaði hann með Helsingör og Næstved, en hann á yfir 100 leiki fyrir liðin í næst efstu og þriðju efstu deild í Danmörku.

HK-ingar hafa verið í dauðaleit af markverði eftir að Arnar Freyr Ólafsson sleit hásin. Stefán Stefánsson, efnilegur markvörður liðsins, stóð í markinu í 5-1 tapinu gegn Víkingi á dögunum, en nú hefur félagið fengið inn mann til að fylla skarð Arnars.

Petersen mun klæðast treyju númer 1 hjá HK og verður væntanlega klár í slaginn gegn KR er liðin mætast í Kórnum í Bestu deild karla í næstu viku.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner