Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 30. júlí 2024 12:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Már Ægisson spáir í 15. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorar Unnar Steinn í fyrsta leik með Þrótti?
Skorar Unnar Steinn í fyrsta leik með Þrótti?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ruud van Nistelrooy fær aðstoð frá Ryan Giggs.
Ruud van Nistelrooy fær aðstoð frá Ryan Giggs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
15. umferð Lengjudeildarinnar fer af stað með tveimur leikjum í kvöld, umferðin heldur áfram á morgun með þremur leikjum og lýkur svo með Þjóðhátíðarleik á laugardag.

Hinn fjölhæfi Már Ægisson, maður leiksins þegar Fram lagði Val á sunnudag, spáir í leiki umferðarinnar.

Hann fylgir á eftir Úlfi Ágústi Björnssyni sem spáði í síðustu umferð og var með þrjá leiki rétta. Már er líkt og Úlfur á leið í háskóla í Bandaríkjunum og mun ekki klára tímabilið með Fram.

Svona spáir Már leikjum umferðarinnar:

Leiknir 2 - 2 Grótta (19:15 í kvöld)
Hundleiðinlegur fallbaráttuleikur þar sem mínir menn Arnar Daníel og Alex Bergmann sjá um að skora. Báðir með eitt mark og eitt sjálfsmark.

Grindavík 3 - 2 Afturelding (19:15 í kvöld)
Það er aðeins spilaður skemmtilegur bolti í Sambamýrinni og verður þetta því mjög líflegur leikur.

Dalvík/Reynir 0 - 3 ÍR (18:00 á morgun)
ÍR-ingar á miklu flugi þessa dagana og Sæmi Sven ákveður fyrir leik að setja þrennu og stendur við það.

Keflavík 0 - 0 Þór (18:00 á morgun)
Það verður ótrúlegur hiti í þessum leik og over 2.5 rauð spjöld fara á loft en mörkin verða hins vegar ekki til staðar.

Þróttur 4 - 1 Fjölnir (19:15 á morgun)
Skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Þróttarar á bullandi siglingu og Unnar Steinn er að fara skora 2 mörk í fyrsta leiknum sínum. Gríski og Þórir Guðjóns skora hin og myndarlegasti leikmaður deildarinnar Axel Freyr klórar í bakkann og setur eitt gullfallegt mark.

ÍBV 2 - 1 Narðvík (14:00 á laugardag)
Það verður örugglega frábært veður í Dalnum eins og alltaf og Oliver og Bjarki Björn verða með sama connection og Ruud van Nistelrooy og Ryan Giggs tímabilið 02/03. Oliver með tvö mörk og BB með tvær stoðsendingar. Kaj Leo verður með mark Njarðvíkur og fær síðan rautt spjald þar sem hann missir alla stjórn á skapi sínu þegar Jón Ingason bjargar á línu en Kaj vildi meina að boltinn væri inni.

Fyrri spámenn:
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Jón Gísli Eyland (4 réttir)
Kristinn Pálsson (4 réttir)
Úlfur Ágúst (3 réttir)
Árni Marinó (3 réttir)
Arnór Ingvi (3 réttir)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (2 réttir)
Daníel Hafsteins (2 réttir)
Bjarki Steinn (2 réttir)
Jakob Gunnar (2 réttir)
Adam Páls (2 réttir)
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Gunnar Malmquist (2 réttir)
Baldvin Borgarsson v2 (1 réttur)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)
Innkastið - VÖK opnar reikninginn og Valur hræðist toppinn
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner