Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. júní 2024 11:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel Hafsteins spáir í 9. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Daníel Hafsteinsson.
Daníel Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Má ég fara inná?
Má ég fara inná?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Áki á skotskónum í kvöld?
Verður Áki á skotskónum í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
9. umferð Lengjudeildarinnar fer fram í kvöld, alvöru Lengjudeildarkvöld. Landsliðsmaðurnn Arnór Ingvi Traustason var með þrjá leiki rétta þegar hann spáði í leiki síðustu umferðar, þar af var einn hárréttur.

Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, spáir í leiki kvöldins. Daníel var valinn leikmaður umferðarinnar í síðustu umferð Bestu deildarinnar.

Svona spáir hann leikjunum:

Keflavík 2 - 1 Njarðvík (18:00)
Það verður líflegur leikur 2 rauð, 3 mörk og Bói skiptir sér sjálfum inná í föstu leikatriðunum. Kef er alltaf Kef í Kef, allavegana stundum.

Grindavík 0 - 2 ÍBV (18:00)
Guðjón Pétur Lýðsson slagurinn, 3 punktar á eyjuna. Sigurður Arnar með clean sheet, lítið sem kemur á óvart þar.

Dalvík/Reynir 2 - 0 Þór (19:15)
Ég á 3 leiki fyrir Dalvík Reyni og þess vegna, bara þess vegna, held ég.. þá verð ég að halda með Dalvík. Áki Sölva með 1 það er öruggt og Björgvin Máni setur slummu af svona c.a. 30 metrum beint úr aukaspyrnu.

Leiknir R. 1 - 0 Þróttur R. (19:15)
Sævar Atli Magnússon heldur uppi stemningunni á Álfinum fyrir leik með Kolbein Finnsson með sér í eftirdragi. Kolbeinn er á einhvern ótrúlegan hátt á tánum, en hann segist vera að “grounda”. Leiknismenn láta þessa furðulegu uppákomu ekki trufla sig og Hjalti Sig setur 90 minute winner.

Grótta 3 - 3 ÍR (19:15)
ÍR eru góðir en Grótta er það líka, þetta verður leikur með Xg upp á 10. 6 mörk verða að duga en þau gætu orðið 8. Þessi endar jafntefli.

Afturelding 1 - 2 Fjölnir (19:15)
Afturelding saknar Hjörvars Sigurgeirs, það hefur sést í sumar, með hann upp og niður vænginn væru þeir með 27 stig eftir þennan leik, en lítið hægt að gera í því núna. Óliver Dagur opnar leikinn á sjálfsmarki, poppstjarnan Reynir Haralds jafnar leikinn með hægri, Óliver Dagur verður síðan aftur á ferðinni og bjargar sér fyrir horn með sigurmarki beint úr horni.

Fyrri spámenn:
Kristinn Pálsson (4 réttir)
Arnór Ingvi (3 réttir)
Bjarki Steinn (2 réttir)
Jakob Gunnar (2 réttir)
Adam Páls (2 réttir)
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Gunnar Malmquist (2 réttir)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)

Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner