Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fim 04. júlí 2024 13:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gyrðir Hrafn spáir í 11. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, leikmaður FH.
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, leikmaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Máni Austmann Hilmarsson.
Máni Austmann Hilmarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gyrðir spáir Leikni sigri í Vestmannaeyjum.
Gyrðir spáir Leikni sigri í Vestmannaeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Skagamennirnir Jón Gísli Eyland og Árni Marinó Einarsson spáðu í síðustu umferð Lengjudeildarinnar. Jón Gísli var með fjóra rétta og Árni Marinó var með þrjá rétta.

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, leikmaður FH, tók að sér það verkefni að spá í umferðina sem er framundan en hún fer af stað í kvöld.

Fjölnir 2 - 0 Keflavík (18:00 í kvöld)
Erfiður leikur fyrir Keflvíkinga, þeim vantar tvo burðarása þá Erni Bjarna og Nacho Heras. Lífið leikur við þá Austmann bræður þessa dagana og verða þeir í banastuði og munu þeir báðir skora eftri stoðsendingu frá Oliver Degi.

Þór 1 - 1 Grótta (18:00 í kvöld)
Þetta verður lokaður leikur. Grótta verður yfir í hálfleik eftir rosalegt kanntspil á milli Gabríels og Axels sem endar á pönnuni á Pétri. Siggi þjálfari mun taka léttan hárblásara í hálfleik á sína menn og það mun heldur betur kveikja í Árna Elvari og mun hann jafna leikinn snemma með sinni frægu vippu. Þórsarar munu liggja á Gróttu mönnum en því miður þá verður Aron Bjarki í alvöru gír og liðin deila stigunum.

ÍR 1 - 2 Afturelding (19:15 í kvöld)
Afturelding heimsækir neðra Breiðholtið og mun taka 3 góð stig þaðan. Andri Freyr er búinn að lofa mér marki og mun hann skora á 90 mínútu með flugskalla.

Njarðvík 2 - 1 Grindavík (19:15 í kvöld)
Njarðvíkingar hafa verið á fljúgandi siglingu upp á síðkastið og vinna þeir þennan leik 2-1. Kaj Leo hársnyrtir hjá Studio 220 mun skora 1 og leggja upp á Omar Diouk.

ÍBV 1 - 2 Leiknir R. (15:15 á laugardaginn)
Leikur umferðarinnar! Það hefur myndast alvöru rígur á milli þessa liða síðustu ár og því mun þetta vera stórkostleg skemmtun fyrir áhorfendur. Ég spái því að dómari leiksins verði mikið með spjöldin á lofti og þarf hann að fara oftar en einu sinni í rassvasann. Róbert Quental mun skora fyrra markið eftir að hafa sólað 3 varnarmenn ÍBV með sínum fimmföldu skærum og setur hann svo þægilega í fjær hornið. Oliver Heiðars mun svo setja í Mbappe fluggírinn og jafna lekinn. Á 85 mínútu mun Hjalti Sigurðsson skora sigurmarkið eftir langskot, sláin inn, og mun fagna með léttum dansi sem ég er búinn að vera kenna honum í nokkur ár. Leiknir mun fagna vel og fara heim með öll stigin í Ghettóið.

Þróttur R. 2 - 0 Dalvík/Reynir (16:00 á laugardaginn)
Þróttur mun vinna þennan leik nokkuð þægilega. Rolin er alltaf að fara skora í þessum leik, Rolin er okkar íslenski Akinfenwa. Samúel verður með stórleik í vörninni og skorar 1 skallamark og heldur lakinu hreinu með hjálp Þórhalls í markinu.

Fyrri spámenn:
Jón Gísli Eyland (4 réttir)
Kristinn Pálsson (4 réttir)
Árni Marinó (3 réttir)
Arnór Ingvi (3 réttir)
Daníel Hafsteins (2 réttir)
Bjarki Steinn (2 réttir)
Jakob Gunnar (2 réttir)
Adam Páls (2 réttir)
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Gunnar Malmquist (2 réttir)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 21 11 5 5 49 - 26 +23 38
2.    Fjölnir 21 10 7 4 34 - 24 +10 37
3.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
4.    ÍR 21 9 8 4 30 - 25 +5 35
5.    Afturelding 21 10 3 8 36 - 36 0 33
6.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
7.    Þróttur R. 21 7 6 8 32 - 29 +3 27
8.    Leiknir R. 21 8 3 10 32 - 33 -1 27
9.    Grindavík 21 6 7 8 38 - 44 -6 25
10.    Þór 21 5 8 8 30 - 37 -7 23
11.    Grótta 21 4 4 13 30 - 48 -18 16
12.    Dalvík/Reynir 21 2 7 12 21 - 44 -23 13
Athugasemdir
banner
banner
banner