Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 30. ágúst 2022 12:39
Elvar Geir Magnússon
Man Utd samdi við Ajax um 81,3 milljóna punda kaupverð á Antony (Staðfest)
Antony er að ganga í raðir United.
Antony er að ganga í raðir United.
Mynd: EPA
Manchester United hefur staðfest að félagið hafi gert samkomulag við Ajax um kaupverðið á brasilíska vængmanninum Antony. Þessi 22 ára leikmaður skoraði 24 mörk og átti 22 stoðsendingar í 82 leikjum fyrir Ajax.

Hann er á leið í læknisskoðun og verður keyptur á 81,3 milljónir punda. Það gerir hann að fjórða dýrasta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Antony gekk í raðir Hollandsmeistarana frá Sao Paulo 2020 og lék með þeim undir stjórn Erik ten Hag, sem nú er stjóri Manchester United.

Antony verður næst dýrasti leikmaður í sögu United, fer fram úr Harry Maguire sem keyptur var á 80 milljónir punda. Paul Pogba er dýrasti leikmaður í sögu félagsins, keyptur á 89 milljónir punda.

United mætir Leicester í úrvalsdeildinni á fimmtudag en Antony þarf að fá atvinnuleyfi áður en hann er löglegur í leikjum.


Athugasemdir
banner
banner