Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 30. september 2016 21:44
Fótbolti.net
Lið ársins og bestu menn í Inkasso-deildinni 2016
Bestur í Inkasso-deildinni 2016 - Alexander Veigar Þórarinsson.
Bestur í Inkasso-deildinni 2016 - Alexander Veigar Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Efnilegastur í Inkasso-deildinni 2016 - Ásgeir Sigurgeirsson.
Efnilegastur í Inkasso-deildinni 2016 - Ásgeir Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Besti þjálfarinn í Inkasso-deildinni 2016 - Óli Stefán Flóventsson.
Besti þjálfarinn í Inkasso-deildinni 2016 - Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markahæstur í Inkasso-deildinni 2016 - Gunnar Örvar Stefánsson.
Markahæstur í Inkasso-deildinni 2016 - Gunnar Örvar Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Í kvöld var lið ársins í Inkasso-deild karla opinberað í Pedersen svítunni í gamla bíó. Fótbolti.net fylgdist vel með Inkasso-deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.



Úrvalslið ársins 2016:
Srdjan Rajkovic - KA

Hrannar Björn Steingrímsson – KA
Guðmann Þórisson - KA
Andy Pew – Selfoss
Jósef Kristinn Jósefsson - Grindavík

Ásgeir Sigurgeirsson – KA
Alexander Veigar Þórarinsson – Grindavík
Hallgrímur Mar Steingrímsson - KA

Hákon Ingi Jónsson - HK-
Gunnar Örvar Stefánsson – Þór
Elfar Árni Aðalsteinsson - KA



Varamannabekkur:
Atli Gunnar Guðmundsson - Huginn
Björn Berg Bryde Grindavík
Aleksandar Trnicic KA
Gunnar Þorsteinsson Grindavík
Sigurbergur Elísson Keflavík
Almarr Ormarsson KA
Kristófer Páll Viðarsson - Leiknir F.

Aðrir sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Kristijan Jajalo (Grindavík), Vignir Jóhannesson (Selfoss), Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.), Magnús Kristófer Anderson (Haukar).
Varnarmenn: Davíð Rúnar Bjarnason (KA), Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík), Aran Nganpanya (Haukar), Guðjón Árni Antoníusson (Keflavík), Alexander Freyr Sindrason (Haukar), Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Haukar), Axel Kári Vignisson (Keflavík), Ásgeir Þór Ingólfsson (Grindavík), Gunnar Gunnarsson (Haukar), Birkir Valur Jónsson (HK), Þorsteinn Þorsteinsson (Selfoss), Callum Williams (KA), Marc McAusland (Keflavík), Loic Ondo (Fjarðabyggð), Víkingur Pálmason (Fjarðabyggð), Stefan Spasic (Huginn), Birkir Pálsson (Huginn).
Miðjumenn: Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík), Jónas Guðni Sævarsson (Keflavík), Archange Nkumu (KA), Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór), Aron Jóhannsson (Haukar), Hlynur Atli Magnússon (Fram), Atli Arnarson (Leiknir R.), Jesus Suarez (Leiknir F.),
Sóknarmenn: Elton Barros (Haukar), Juraj Grizelj (KA), Marko Nikolic (Huginn), Stefán Ómar Magnússon (Huginn), Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)



Þjálfari ársins: Óli Stefán Flóventsson - Grindavík
Óli Stefán fór með Grindavík upp í Pepsi-deildina á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari. Óli Stefán var aðstoðarþjálfari í fyrra en hann lék með liðinu í áraraðir á sínum tíma og er því öllum hnútum kunnugur í Grindavík. Fyrir mót var Grindavík spáð 6. sætinu en liðið blés á þær spár og endaði í 2. sæti.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Srdjan Tufegdzic (KA), Luka Kostic (Haukar), Viðar Jónsson (Leiknir F.), Brynjar Skúlason (Huginn).

Leikmaður ársins: Alexander Veigar Þórarinsson – Grindavík
Alexander Veigar fór upp í Pepsi-deildina með Þrótti í fyrra en hætti eftir tímabilið og flutti til Danmerkur. Í mars gekk hann á ný til liðs við uppeldisfélag sitt Grindavík og átti eftir að reynast happafengur. Alexander var potturinn og pannann í sóknarleik Grindavíkur í sumar en liðið skoraði 50 mörk í Inkasso-deildinni. Alexander skoraði sjálfur 14 mörk, jafnmikið og Gunnar Örvar Stefánsson sem tók markakóngstitilinn á færri spiluðum mínútum.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA), Guðmann Þórisson (KA).

Efnilegastur: Ásgeir Sigurgeirsson - KA
Hinn 19 ára gamli Ásgeir kom til KA á láni frá Stabæk síðastliðinn vetur eftir að hafa jafnað sig af erfiðum hnémeiðslum. Ásgeir átti frábært sumar og skoraði mörk mikilvæg mörk fyrir KA. Húsvíkingurinn skoraði meðal annars sigurmarkið gegn Selfyssingum í leiknum sem Pepsi-deildar sætið var tryggt í.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Kristófer Páll Viðarsson (Leiknir F.), Hákon Ingi Jónsson (HK), Stefán Ómar Magnússon (Huginn), Birkir Valur Jónsson (HK), Dagur Dan Þórhallsson (Haukar)

Ýmsir molar:

- Guðmann Þórisson og Alexander Veigar Þórarinsson fengu fullt hús í kjöri á liði ársins. Jósef Kristinn Jósefsson var einu atkvæði frá fullu húsi.

- Alexander Veigar hafði mikla yfirburði í kosningu á besta leikmanninum. Einungis þrír leikmenn fengu atkvæði þar.

- Ellefu leikmenn KA fengu atkvæði í kjörinu en fimm þeirra eru í liði ársins.

- Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar fengu atkvæði að þessu sinni.

- Þrátt fyrir fall þá fengu fimm leikmenn úr Hugin atkvæði.

- Bræðurnir Hrannar Björn og Hallgrímur Mar Steingrímssynir eru báðir í liðinu. Húsvíkingar eru fjölmennir í liðinu því bræðurnir koma þaðan líkt og Ásgeir Sigurgeirsson og Elfar Árni Aðalsteinsson.

- Þrír erlendir leikmenn eru í byrjunarliði og á bekknum í liði ársins. Tveir þeirra, Srdjan Rajkovic og Andy Pew, hafa leikið á Íslandi í áraraðir.
Athugasemdir
banner
banner