De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   lau 30. september 2023 21:22
Brynjar Ingi Erluson
Leikur Waalwijk og Ajax flautaður af - Óttast að markvörðurinn sé hálsbrotinn
Etienne Vaassen missti meðvitund um leið
Etienne Vaassen missti meðvitund um leið
Mynd: Getty Images
Leikur RKC Waalwijk og Ajax í hollensku úrvalsdeildinni var flautaður nokkrum mínútum fyrir leikslok eftir að Etienne Vaassen, markvörður Waalwijk, varð fyrir lífshættulegum meiðslum.

Ajax var að leiða með þremur mörkum gegn tveimur er atvikið átti sér stað. Íslenski landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson var á bekknum hjá Ajax.

Brian Brobbey, framherji Ajax, var að hlaupa á eftir boltanum í teig Waalwijk og fór í Vaassen, sem missti meðvitund um leið.

Brobbey hæfði höfuð Vaassen og er óttast að hann sé hálsbrotinn og var leikurinn flautaður af stuttu síðar.

Ástand Vaassen er ekki vitað að svo stöddu, en við munum færa ykkur frekari fregnir af Vaassen þegar þær berast.


Athugasemdir
banner
banner