David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   mið 30. október 2024 11:11
Elvar Geir Magnússon
Van Nistelrooy: Blendnar tilfinningar að taka þetta að mér
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy bráðabirgðastjóri Manchester United hefur tjáð sig í fyrsta sinn síðan hann tók við hlutverkinu. Van Nistelrooy stýrir United gegn Leicester í deildabikarnum í kvöld.

Þessi fyrrum markahrókur United var aðstoðarmaður Erik ten Hag sem var rekinn á mánudag. Óvíst er hvort leikir United undir stjórn Van Nistelrooy verði fleiri en félagið vinnur nú að því að fá Rúben Amorim til starfa sem fyrst.

„Eins og allir geta ímyndað sér þá skrifa ég þessi orð með blendnum tilfinningum. Erik ten Hag fékk mig aftur til Manchester United í sumar og þó ég hafi bara verið hluti af þjálfarateyminu í nokkra mánuði verð ég honum alltaf þakklátur fyrir þetta tækifæri. Það særir mig að sjá hann fara," skrifar Van Nistelrooy í pistli í leikskrá fyrir leikinn í kvöld.

„Þrátt fyrir að ég sé bara ráðinn til bráðabirgða þá er það sannur heiður að stýra þessu liði sem ég elska. Ég mun gera það eins lengi og ég er beðinn um það. Ég lofa því að ég gef mig allan í þetta verkefni og geri mitt til að reyna að snúa gengi okkar við."

„Þrátt fyrir slæmt gengi elska ég að vera kominn aftur á Old Trafford og vinna með liðinu á hverjum degi. Við höfum á köflum séð hvað býr í þessu liði, en augljóslega alls ekki nægilega oft. Nú er tímapunktur fyrir alla hjá félaginu að vinna saman, gefa allt í þetta. Með mína reynslu sem leikmaður og þjálfari hérna get ég sagt með vissu að þegar allir snúa bökum saman getur Manchester United orðið óstöðvandi á ný."
Athugasemdir
banner
banner