Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
banner
   lau 30. nóvember 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Davies missir bílprófið í mánuð
Mynd: EPA
Kanadíski bakvörðurinn Alphonso Davies hefur verið sektaður og missir þá bílprófið í mánuð fyrir að keyra undir áhrifum áfengis en þetta kemur fram í grein Athletic.

Davies, sem er á mála hjá Bayern München, var stöðvaður af lögreglunni á fimmtudagsmorgun og látinn blása, en hann mældist með 0,6 prómill en lög í Þýskalandi segja að allt yfir 0,5 sé sekt og að minnsta kosti tveir punktar á ökuskírteinið.

Samkvæmt Athletic missir Davies bílprófið í mánuð og fær tvo punkta á ökuskírteinið en ekki kemur fram hvað hann þarf að greiða háa sekt.

Lögreglan handtók ekki Davies. Vinur leikmannsins keyrði bifreiðina heim.

Bayern München á mikilvægan leik gegn Borussia Dortmund í þýsku deildinni í dag og er gert ráð fyrir því að hann verði í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner