Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
banner
   lau 30. nóvember 2024 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Markaveisla í sigri Arsenal
Mynd: EPA
Mynd: EPA

West Ham 2 - 5 Arsenal
0-1 Gabriel Magalhaes ('10 )
0-2 Leandro Trossard ('27 )
0-3 Martin Odegaard ('34 , víti)
0-4 Kai Havertz ('36 )
1-4 Aaron Wan-Bissaka ('38 )
2-4 Emerson ('40 )
2-5 Bukayo Saka ('45 , víti)


Arsenal lagði West Ham í ótrúlegum leik á heimavelli West Ham í kvöld.

Arsenal hefur verið gríðarlega sterkt í föstum leikatriðum undanfarin ár en Gabriel kom liðinu yfir eftir hornspyrnu frá Bukayo Saka en þetta var 20. mark Arsenal eftir hornspyrnu frá upphafi síðustu leiktíðar og fimmta mark Gabriel.

Leandro Trossard bætti við öðru markinu aftur eftir undirbúning Saka og Martin Ödegaard bætti við þriðja markinu úr vítaspyrnu eftir að Lucas Paqueta hafði brotið á Saka innan teigs.

Svo tók við athyglisverður sex mínútna kafli því á 36. mínútu skoraði Kai Havertz og virtist hreinlega vera búinn að gera út um leikinn. West Ham gafst hins vegar ekki upp því Aaron Wan-Bissaka klóraði í bakkann en hann hefur því skorað í tveimur leikjum í röð.

Tveimur mínútum síðar skoraði Emerson glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.

Á lokasekúndum fyrri hálfleiksins fékk Arsenal vítaspyrnu en í þetta sinn fór Saka á punktinn og skoraði fimmta mark liðsins.

West Ham beit aðeins frá sér í upphafi seinni hálfleiks en Michail Antonio átti skot sem fór af varnarmanni og framhjá. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu þegar Danny Ings og Jakub Kiwior voru í baráttunni inn á teignum en það var réttilega ekki dæmt.

Stuðningsmenn Arsenal tóku eflaust andköf í tvígang í seinni hálfleik þegar Bukayo Saka og Martin Ödegaard virtust sárþjáðir eftir að bortið hafði verið á þeim en þeir héldu áfram þangað til Mikel Arteta tók þá ákvörðun að taka þá af velli. Frábær vakt hjá þeim í kvöld.

Danny Ings var hársbreidd frá því að klóra í bakkann í uppbótatíma en hann átti skot rétt framhjá og engin mörk voru því skoruð í seinni hálfleik eftir ótrúlegan fyrri hálfleik.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Crystal Palace 19 8 5 6 22 20 +2 29
8 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
9 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
10 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
11 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
12 Fulham 19 8 2 9 25 27 -2 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner
banner