Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 31. janúar 2022 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver er þessi Fabio Carvalho? - Færist nær Liverpool
Fabio Carvalho.
Fabio Carvalho.
Mynd: Getty Images
Spennandi leikmaður sem hefur verið að gera það gott með Fulham.
Spennandi leikmaður sem hefur verið að gera það gott með Fulham.
Mynd: Getty Images
Liverpool er að ganga frá kaupum á Fabio Carvalho, ungum leikmanni Fulham. Hann mun klára tímabilið með Fulham og fer svo til Liverpol í sumar.

En hver er þessi leikmaður? Ef þú fylgist ekki með Championship-deildinni, þá veistu líklega ekki mikið um hann.

Hver er maðurinn?
Fábio Leandro Freitas Gouveia Carvalho er fæddur 30. ágúst árið 2002. Hann fæddist í Lissabon í Portúgal og steig sín fyrstu skref í fótbolta með Benfica. Þegar hann var 11 ára gamall, þá flutti fjölskylda hans til London. Fljótlega eftir að þau fluttu, þá tók Fulham eftir honum og fór hann í akademíu félagsins.

Hann kom sér inn í U18 liðið hjá Fulham þegar hann var aðeins 15 ára gamall og skoraði þrennu í fyrsta byrjunarliðsleiknum með liðinu, í 4-0 sigri á U18 liði Reading. Hann var valinn besti ungi leikmaðurinn hjá Fulham árið 2020 og lék sinn fyrsta keppnisleik með aðalliðinu stuttu eftir að hann fagnaði 18 ára afmæli sínu.

Carvalho fékk að spreyta sig undir lok síðasta tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Hann þótti standa sig vel og skoraði meira að segja í 3-1 tapi gegn Southampton í maí. Hann hefur fest sæti sitt í byrjunarliði Fulham á þessari leiktíð og verið virkilega góður í næst efstu deild Englands.

Hann getur spilað inn á miðsvæðinu og á kanti. Hann á að baki leiki fyrir U16, U17 og U18 landslið Englands.

Farið illa með menn í Championship
Clinton Morrison, sem lék fjölmarga leiki með Birmingham í ensku úrvalsdeildinni, hefur fylgst með Carvalho á þessu tímabili. Hann ræddi við Sky Sports um hann.

„Þetta er alvöru leikmaður. Hann hefur verið að standa sig frábærlega í Championship og er með mikla hæfileika," sagði Morrison.

„Hann er hæfileikaríkur einstaklingur og Jurgen Klopp (stjóri Liverpool) myndi ná því besta úr honum. Hann hefur verið að fara illa með menn í Championship. Hann vill spila í holunni. Ég er ekki að segja að hann muni fara beint inn í liðið hjá Liverpool - það mun taka tíma - en hann er mikla hæfileika."


Athugasemdir
banner
banner