Giovani Lo Celso er genginn til liðs við Villarreal frá Tottenham á láni út tímabilið.
Lo Celso gekk til liðs við Tottenham árið 2019 frá Real Betis en honum hefur ekki tekist að festa sig í sessi í liðinu.
Hann hefur leikið 84 leiki og skorað 9 mörk. Þar af kom hann aðeins við sögu í níu leikjum Tottenham á þessari leiktíð.
Lo Celso er 25 ára gamall argentískur miðjumaður og hefur leikið 37 leiki fyrir þjóð sína. Hann kemur til með að hjálpa Villarreal í baráttunni um Evrópusæti.
Liðið er í 7. sæti La Liga fjórum stigum á eftir Atletico Madrid sem situr í 4.sæti.
— Villarreal CF English (@VillarrealCFen) January 31, 2022
Athugasemdir