Enski miðvörðurinn Phil Jones fer líklega ekki til franska félagsins Bordeaux í þessum glugga.
Manchester United og Bordeaux komust að samkomulagi um að United myndi lána hann til franska félagsins út þessa leiktíð og var Ralf Rangnick, stjóri félagsins, búinn að gefa Jones græna ljósið.
Jones fór í viðræður við Bordeaux en hætti við á síðustu stundu þar sem hann fékk ekki loforð um spiltíma. Þó segir Fabrizio Romano að það sé enn örlítill möguleiki á að viðræður haldi áfram í dag.
Hann hefur aðeins spilað einn leik fyrir United á þessari leiktíð.
Athugasemdir