Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 31. janúar 2023 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Guendouzi færist nær Aston Villa
Matteo Guendouzi vill snúa aftur í enska boltann.
Matteo Guendouzi vill snúa aftur í enska boltann.
Mynd: Getty Images

Franski miðjumaðurinn Matteo Guendouzi virðist vera á leið til Aston Villa en óljóst er hvort hann gangi í raðir félagsins í dag eða næsta sumar.


West Ham var einnig á höttunum eftir þessum miðjumanni sem er að gera flotta hluti með Marseille en vill reyna aftur fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni.

Guendouzi er 23 ára gamall og býr yfir reynslu úr enska boltanum eftir dvöl sína hjá Arsenal þar sem hann spilaði 82 leiki á tveimur árum.

Hann er lykilmaður hjá Marseille og hefur spilað 7 leiki fyrir franska A-landsliðið síðustu tvö ár og fékk að fara með á HM í Katar þar sem liðsfélagar hans hrepptu silfurverðlaunin.

Ekki er ljóst hversu mikið Villa þarf að borga fyrir Guendouzi en Arsenal er talið vera með endursöluákvæði og fær topplið úrvalsdeildarinnar því einhvern pening í vasann við félagsskiptin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner