Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mið 31. maí 2023 10:00
Elvar Geir Magnússon
Promes ákærður fyrir eiturlyfjasmygl
Mynd: Getty Images
Quincy Promes, fyrrum landsliðsmaður Hollands, hefur verið ákærður en hann er sakaður um þátttöku í eiturlyfjasmygli.

Þessi 31 árs leikmaður Spartak Moskvu í Rússlandi er sagður hafa tekið þátt í að smygla 1.362 kílóum af kókaíni til Hollands og Belgíu.

Málið verður tekið fyrir á mánudag samkvæmt hollenskum fjölmiðlum.

Promes er fyrrum leikmaður Sevilla og Ajax en hann á 50 landsleiki fyrir Holland. Árið 2021 var hann ákærður fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás en ekki er búið að dæma í þeim málum.

Promes er sakaður um að hafa ráðist að frænda sínum vopnaður hníf í fjölskylduboði í Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner