Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 31. júlí 2022 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Saha: Ten Hag bestu félagsskipti United í sumar
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag var ráðinn stjóri Manchester United í sumar. Hann hefur styrkt hópinn vel.

Tyrell Malacia, Christian Eriksen og Lisandro Martinez hafa gengið til liðs við félagið. Louis Saha fyrrum leikmaður United telur þó engan af þeim þremur bestu félagsskipti liðsins.

„Mér finnst Ten Hag vera bestu félagsskipti United hingað til," sagði Saha.

„Ég vildi óska þess að ég hefði spilað undir hans stjórn því hann virðist mjög góður í að hlusta á leikmenn og hjálpa þeim að verða betri. Maður sér að leikmenn njóta þess að spila undir hans stjórn."

Saha lék 86 leiki fyrir félagið og skoraði 28 mörk á árunum 2004-2008.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner