David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
banner
   fös 31. ágúst 2018 12:48
Magnús Már Einarsson
Bjerregaard farinn frá KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski framherjinn Andre Bjerregaard hefur leikið sinn síðasta leik með KR en hann hélt heim til Danmerkur í gær.

„Það var samkomulag á milli okkar að rifta samningi." sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net í dag.

„Hann vildi skoða sína möguleika í Danmörku þar sem glugginn er að loka þar. Umboðsmaðurinn var með möguleika fyrir hann og hann vildi fara heim."

Hinn 26 ára gamli Bjerregaard kom til KR um mitt sumar í fyrra frá Horsens í Danmörku.

Bjerregaard skoraði fjögur mörk í tíu leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra og gerði í kjölfarið nýjan samning við KR.

Í sumar hefur Bjerregaard skoraði fjögur mörk í sextán leikjum í Pepsi-deildinni en hann hefur ekki komið við sögu í síðustu tveimur leikjum KR.
Athugasemdir
banner