þri 31. ágúst 2021 16:17
Elvar Geir Magnússon
Leicester lánar Dennis Praet til Torino (Staðfest)
Belgíski landsliðsmaðurinn Dennis Praet hefur verið lánaður frá Leicester til ítalska félagsins Torino.

Þessi 27 ára leikmaður hefur spilað 60 leiki fyrir Leicester í öllum keppnum og skorað þrjú mörk.

Upphaflega kom Praet á lánssamningi frá Genk en hann gekk í raðir Anderlecht í maí 2010.

Næsti leikur Torino verður gegn Salernitana sunnudaginn 12. september.
Athugasemdir
banner