Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 09. janúar 2020 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Fimm svipuhögg ríkisins
Hafliði Breiðfjörð
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fagnar bikarmeistaratitli karlaliðs Víkings í fyrrasumar. Hún vill ekki að Fótbolti.net fái endurgreiðslu eins og aðrir fjölmiðlar.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fagnar bikarmeistaratitli karlaliðs Víkings í fyrrasumar. Hún vill ekki að Fótbolti.net fái endurgreiðslu eins og aðrir fjölmiðlar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð framkvæmdastjóri, ritstjórarnir Magnús Már Einarsson og Elvar Geir Magnússon og Mist Rúnarsdóttir. Þau hafa unnið við vefinn í 17 ár.
Hafliði Breiðfjörð framkvæmdastjóri, ritstjórarnir Magnús Már Einarsson og Elvar Geir Magnússon og Mist Rúnarsdóttir. Þau hafa unnið við vefinn í 17 ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Mýrdal
Mynd: Fótbolti.net
Það er hart sótt að íþróttaumfjöllun á Íslandi og margt sem bendir til þess að hún fari minnkandi á næstunni. Komandi fjölmiðlalög eru svo enn meiri ógn við umfjöllunina.

Þegar búið verður að samþykkja ný fjölmiðlalög Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra er ljóst að þau taka gildi frá 1. janúar 2019! Já þau virka ár aftur í tímann. Í frumvarpinu er klásúla sem útilokar möguleika Fótbolta.net á að sitja við sama borð og aðrir fjölmiðlar og við vitum núna að baráttan við að fá því breytt er töpuð.

Frá og með þeim tíma sem lögin taka gildi eru fimm atriði þar sem ríkið lætur halla á Fótbolta.net í samkeppni við aðra fjölmiðla.

1) Ríkið endurgreiðir samkeppnisaðilum okkar 20% af kostnaði við vinnslu frétta en okkur ekkert.

2) Ríkið rekur stóran fjölmiðil, RÚV, í samkeppni við okkur um auglýsingatekjur. RÚV tekur 2,2 milljarða á ári af auglýsingamarkaðnum.

3) Ríkið rukkar íslenska fjölmiðla um skatta en Facebook og Google sem taka æ meiri hlut af íslenska auglýsingamarkaðnum starfa skattlaust á Íslandi. Gleymum ekki að Amazon innheimtir gjöld fyrir íslenska ríkið svo það ætti að vera hægt að gera samskonar með Facebook og Google.

4) Ríkið bannar íslenskum fjölmiðlum að auglýsa veðmálastarfsemi og áfengi. Samt eru veðmála- og áfengisauglýsingar áberandi hér á landi. Ýmist á erlendum vefmiðlum sem Íslendingar lesa, fótboltavöllum og búningum sem sjást í sjónvarpsútsendingum hér á landi sem og erlendum tímaritum.

5) Ríkið greiðir stærstu fjölmiðlum í einkaeigu á Íslandi yfir 150 milljónir á ári fyrir auglýsingar og áskriftir. Fótbolti.net fær ekkert úr þeim potti.

Íþróttaumfjöllun í ólgusjó

Það bendir margt til minnkandi umfjöllunar annarra fjölmiðla um íþróttir. Morgunblaðið sagði upp 60% fastastarfsmanna á íþróttadeild og er ekki lengur að fylgja landsliðum okkar eftir í verkefnum erlendis. Auk þess hafa verið uppsagnir á öðrum fjölmiðlum og sameiningar að ganga í gegn.

Á árinu 2019 lækkaði velta Fótbolta.net um rúm 20% frá árinu 2018 og ljóst að reksturinn er í járnum.

Fótbolti.net ætlar að koma standandi út úr þessum ólgusjó og auka frekar í en að draga úr umfjöllun. Þó er ljóst að við munum óska eftir aðstoð lesenda til þess.

Taktu þátt með því að styrkja starfið
Frá og með deginum í dag mun Fótbolti.net óska eftir því við lesendur að taka þátt í áframhaldandi starfi miðilsins með mánaðarlegum styrktargreiðslum. Ég vil biðja alla þá lesendur sem kunna að meta umfjöllun okkar að taka þátt. Með ykkar stuðningi mun umfjöllun okkar aukast enn frekar í stað þess að minnka.

SMELLTU HÉR TIL AÐ KYNNA ÞÉR MÁLIÐ OG STYRKJA REKSTUR FÓTBOLTA.NET

*Fótbolti ehf er einkahlutafélagið á bakvið rekstur Fótbolta.net. Félagið er í 95% eigu Hafliða Breiðfjörð framkvæmdastjóra og Magnús Már Einarsson ritstjóri á 5%. Vefurinn verður 18 ára í apríl.
Athugasemdir
banner