Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 15. apríl 2020 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
18 ára og áskoranir á veginum
Hafliði Breiðfjörð
Fulltrúar Fótbolta.net sem fylgdu íslenska landsliðinu eftir til Amsterdam árið 2015.
Fulltrúar Fótbolta.net sem fylgdu íslenska landsliðinu eftir til Amsterdam árið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ritstjórn Fótbolta.net árið 2004.  Elvar Geir, Hjalti Þór, Hafliði og Magnús Már.
Ritstjórn Fótbolta.net árið 2004. Elvar Geir, Hjalti Þór, Hafliði og Magnús Már.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svona var Fótbolti.net þegar vefurinn fór fyrst í loftið 15. apríl 2002.
Svona var Fótbolti.net þegar vefurinn fór fyrst í loftið 15. apríl 2002.
Mynd: Fótbolti.net
Magnús Már og Elvar Geir ritstjórar á HM í Rússlandi.
Magnús Már og Elvar Geir ritstjórar á HM í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net er 18 ára í dag vefurinn hóf göngu sína 15. apríl 2002 og alla daga síðan þá hefur starfsfólk vefsins mætt með tilhlökkun til starfa við að uppfæra vefinn mörgum sinnum á dag.

Við höfum gengið í gegnum ýmislegt á þessum 18 árum en aldrei hefur verið eins þungt yfir og núna árið 2020. Það er nánast enginn fótbolti spilaður í heiminum og þó svo okkur hafi tekist að halda úti stöðugri fréttaþjónustu, og okkar frábæru lesendur hafa ekki minnkað komu sína á vefinn, hafa auglýsingatekjur hrapað það sem af er ári. Komandi mánuðir verða áskorun en við ætlum okkur að berjast til að halda áfram að vera til.

Starfsfólkið
Fótbolti.net er litið fyrirtæki en til að halda úti þeirri umfjöllun sem við stöndum fyrir þarf margt fólk. Við höfum verið svo lánsöm að fá einstakt starfsfólk sem hefur fylgt okkur lengi. Hér eru 10 dæmi en ég gæti auðveldlega haft listann margfalt lengri.

Hafliði, framkvæmdarstjóri 18 ár
Magnús Már, ritstjóri 18 ár
Elvar Geir ritstjóri 17 ár
Mist, fréttamaður 18 ár
Sibba, bókhald 15 ár
Andrew, forritari 17 ár
Mate, auglýsingar 9 ár
Ívan, fréttamaður 10 ár
Brynjar Ingi, fréttamaður 12 ár
Guðmundur fréttamaður 5 ár
- auk þeirra margir aðrir starfsmenn sem eru mjög mikilvægir hlekkir í keðjunni.

Þetta gerðum við árið 2019
Stefna okkar er alltaf að gera betur en árið á undan og það hefur tekist vel upp. Fótbolti.net er miðill sem fjallar um allan fótbolta og þó svo enski- og Evrópuboltinn séu fyrirferðamiklir í umfjöllun er mesta vinnuframlagið við þann íslenska. Hér er tölfræði sem sýnir hvað við gerðum á síðasta ári og viljum halda áfram þetta árið.

Fréttir: 23.327
Beinar textalýsingar frá leikjum: 526
Myndbands viðtöl: 1563
Podcast: 288
Nýjar ljósmyndir: 36.158

Auk þess fylgjum við karla og kvennalandsliðum Íslands hvert sem þau fara um Evrópu í mótsleiki.

Eignarhald
Fótbolti.net hefur alltaf haft þá stefnu að greiða alla reikninga á réttum tíma og reyna að komast hjá því að taka lán. Félagið greiðir ekki arð heldur fara auknar tekjur alltaf í að efla vefinn. Við erum einkarekinn miðill, ekki í eigu ríkisins, lífeyrissjóða eða kvótaeigenda eins og samkeppnismiðlar okkar. Undirritaður, Hafliði Breiðfjörð á 95% hlut í vefnum og Magnús Már ritstjóri 5%.

Styrktu okkur
Á bilinu 80 - 100 þúsund lesa Fótbolta.net í hverri viku og um áramótin fórum við þess á leit við lesendur að létta okkur róðurinn með mánaðarlegum fjárframlögum. Þörfin á því er nauðsynleg til að tryggja áframhaldandi rekstur vefsins í því ástandi sem við erum að upplifa í dag.

175 eru komnir í stuðningssveit Fótbolta.net og styrkja okkur með mánaðarlegum greiðslum. Við erum ykkur sem takið þátt mjög þakklát og nú vonumst við til að fá sem flest ykkar í hópinn til að tryggja áframhaldandi starf okkar. Komdu inn í hópinn í dag. Smelltu hér til að fara á styrktarsíðuna
banner
banner
banner