Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 29. mars 2020 21:02
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Ekki samstíga
Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltaæfingar flokkast auðvitað ekki sem eitt af stóru málunum í dag.

En ljóst er að íslensk fótboltafélög túlka fyrirmæli ÍSÍ um æfingabann á mjög misjafnan hátt og þörf á að skerpa á þeim.

Eftir að hafa rætt við fjölmarga stjórnendur félaga og þjálfara um helgina þá er greinilegt að fólk er ekki samstíga í því að túlka fyrirmæli um það hvað sé bannað og hvað ekki.

Hvað telst skipulögð æfing? Má hafa æfingar þar sem hópnum er skipt í hluta undir stjórn þjálfara og fjarlægðar milli einstaklinga gætt? Má hafa einstaklingsæfingar undir stjórn þjálfara? Til dæmis markmannsþjálfara? Má láta leikmenn hafa áhöld til æfinga á gervigrasi? Má hafa gervigrasvelli opna til æfinga?

Þjálfarar sem ekki hafa skipulagðar æfingar hafa áhyggjur af því samkeppnislið sem túlka fyrirmælin á annan hátt muni græða á því.

Allt fór á flug þegar Víðir Reynisson sagði að ábendingar hefðu borist um skipulagðar æfingar íþróttaliða. Hann baðst svo afsökunar á þeim ummælum.

Það er hinsvegar staðreynd að félög túlka fyrirmælin augljóslega á misjafnan hátt og þarna þarf KSÍ að stíga fram. Hingað til hefur KSÍ bent á ÍSÍ sem hefur gefið almennar leiðbeiningar sem gilda jafnt um margar mjög ólíkar íþróttagreinar.

Félögin eru flest að framkvæma hlutina í góðri trú. En leiðbeiningarnar eru óljósar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner