Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 15. apríl 2022 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Fótbolti.net 20 ára í dag!
Hafliði Breiðfjörð
Svona leit Fótbolti.net út árið 2002 þegar vefurinn fór fyrst í loftið.
Svona leit Fótbolti.net út árið 2002 þegar vefurinn fór fyrst í loftið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net

Á þessum degi, 15. apríl árið 2002 opnaði ég Fótbolti.net í fyrsta sinn og vefurinn er því 20 ára í dag.


Fótbolti.net hefur verið leiðandi í umfjöllun um fótbolta, er og hefur verið langmest lesni íþróttafjölmiðill landsins og þó flettingatölur allra helstu samkeppnismiðlanna til samans yrðu lagðar saman næðu þær ekki yfir flettingatölur Fótbolta.net.

Fótbolti.net hefur lagt línurnar í almennri umfjöllun um fótbolta og með því aukið umfjöllunina verulega. Við bættum verulega í umfjöllun um fótbolta kvenna fyrir 15 árum og höfum síðan haft það markmið að bæta hana með hverju ári, og þannig hafa aðrir miðlar þurft að elta.

Fótbolti.net er sá fjölmiðill sem fylgir landsliðum okkar langmest eftir á erlendri grundu og þegar við fylgdum kvennalandsliðinu eftir í Serbíu nú í apríl var ekki einu sinni sjónvarpsrétthafinn RÚV á svæðinu heldur mætti til leiks eftir að hafa séð okkar umfjöllun. Við leggjum línurnar!

Fótbolti.net er haldið úti af starfsfólki sem hefur ástríðu fyrir fótbolta og ástríðu fyrir því að segja frá því helsta sem gerist hverju sinni.

Starfsfólkið 
Fótbolti.net er litið fyrirtæki en til að halda úti þeirri umfjöllun sem við stöndum fyrir þarf margt fólk. Við höfum verið svo lánsöm að fá einstakt starfsfólk sem hefur fylgt okkur lengi. Hér eru 10 dæmi en ég gæti auðveldlega haft listann margfalt lengri.

Hafliði, framkvæmdarstjóri 20 ár
Elvar Geir ritstjóri 19 ár
Mist, fréttamaður 20 ár
Sibba, bókhald 17 ár
Andrew, forritari 19 ár
Mate, auglýsingar 11 ár
Ívan, fréttamaður 12 ár
Brynjar Ingi, fréttamaður 14 ár
Guðmundur Aðalsteinn fréttamaður 7 ár
Sæbjörn Steinke, fréttamaður 4 ár
- auk þeirra margir aðrir starfsmenn sem eru mjög mikilvægir hlekkir í keðjunni.

Eignarhald
Fótbolti.net hefur alltaf haft þá stefnu vera sjálfbær rekstur, greiða alla reikninga á réttum tíma og komast hjá því að taka lán. Félagið greiðir ekki arð heldur fara auknar tekjur alltaf í að efla vefinn. Við erum einkarekinn miðill. Hafliði Breiðfjörð á 95% hlut í vefnum og Magnús Már Einarsson fyrrverandi ritstjóri 5%.

Athugasemdir
banner
banner