Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 07. apríl 2022 22:30
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Baráttan um Belgrad er baráttan um Serbíu
Elvar Geir Magnússon
Frá leik Partizan og Rauðu Stjörnunnar árið 2020.
Frá leik Partizan og Rauðu Stjörnunnar árið 2020.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Einn hatrammasti nágrannaslagur heims milli Rauða Stjörnunnar og Partizan í Serbíu. Maður hefur oft hugsað út í það að einn daginn verði maður að upplifa viðureign þessara liða. Sú hugsun mín hefur ágerst allsvakalega eftir gærdaginn.

Með því að elta kvennalandsliðið gafst tækifæri á að kíkja á heimaleik hjá Rauðu Stjörnunni, bikarleik gegn TSC Bačka Topola. Bikarinn í Serbíu trekkir ekki jafn mikið að og deildin og Marakana völlurinn, eins og heimamenn kalla hann, var tómlegur um að litast meðan leikurinn fór fram.

En fyrir aftan annað markið, þar sem heitustu stuðningsmenn Rauðu Stjörnunnar halda sig, myndaðist góður og hávær hópur. Það voru sprengjur, það voru blys, hávær söngur, klósettpappír var kastað og slökkviliðsmenn og hermenn í viðbragðsstöðu á þessum niðurgrafna leikvangi.

Stemningin gaf sterkar vísbendingar um það hvernig andrúmsloftið er á Belgradslagnum, ef maður er sæmilegur í margföldun. Hitinn í leiknum sjálfum var býsna mikill og næstum hver einasti maður í starfsliðum beggja liða fékk að líta spjald, gult eða rautt.

Rosaleg nálægð gerir borgarslaginn enn heitari, það tekur bara nokkrar mínútur að rölta frá Marakana á heimavöll Partizan. Þetta er leikur sem skiptir allt landið miklu máli, ekki bara borgarbúa. Talað hefur verið um að 50% landsmanna haldi með Rauðu Stjörnunni, 45% með Partizan og 5% með öðrum liðum eða styðji ekkert lið.

Þetta eru því tvö langlangstærstu lið landsins og í dag eru þau hnífjöfn á toppi deildarinnar, bæði með 78 stig og eru 25 stigum á undan liðinu sem er í þriðja sæti!

Ekki fjölskylduvænt umhverfi
Á leiknum í gær sá maður talsvert af börnum og andrúmsloftið allt annað en þegar grannaslagurinn mikli fer fram. Þá eru börnin skilin eftir heima.

Þegar Rauða Stjarnan og Partizan mættust 2013 voru 104 handteknir í kringum leikinn. Í gegnum árin hefur ofbeldi því miður verið algengt í viðureignum þessara liða en það hefur þó minnkað með betri og skipulagðari löggæslu auk þess sem ekki er leyfilegt að þjappa eins mörgum áhorfendum inn á leikvanginn eins og áður. Lágpunkturinn var 1999 þegar stuðningsmaður Rauðu Stjörnunnar á táningsaldri lést eftir að hafa orðið fyrir flugeld.

Íkveikjur hafa verið sérstaklega mikið vandamál og fyrir nokkrum árum myndaðist bál í stúkunni sem var á við veglegustu áramótabrennur sem maður hefur séð heima á Íslandi.

Þessi áhugaverði grannaslagur vekur alltaf athygli og býr til fréttaefni, oft á tíðum er það reyndar ekki vegna fótboltans sem þar er spilaður. Fótboltaáhugi og áhættufíkn sameinuð í heimsókn til hinnar stórskemmtulegu borgar sem Belgrad er. Jæja hver er með í hópferð?
Athugasemdir
banner
banner