Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fös 22. apríl 2011 15:00
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Markmenn ensku úrvalsdeildarinnar
Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Wojciech Szczesny.
Wojciech Szczesny.
Mynd: Getty Images
Brad Friedel.
Brad Friedel.
Mynd: Getty Images
Ben Foster.
Ben Foster.
Mynd: Getty Images
Paul Robinson.
Paul Robinson.
Mynd: Getty Images
Richard Kingson.
Richard Kingson.
Mynd: Getty Images
Petr Cech.
Petr Cech.
Mynd: Getty Images
Tim Howard.
Tim Howard.
Mynd: Getty Images
Pepe Reina.
Pepe Reina.
Mynd: Getty Images
Joe Hart.
Joe Hart.
Mynd: Getty Images
Edwin Van Der Sar.
Edwin Van Der Sar.
Mynd: Getty Images
Steve Harper.
Steve Harper.
Mynd: Getty Images
Craig Gordon.
Craig Gordon.
Mynd: Getty Images
Asmir Begovic.
Asmir Begovic.
Mynd: Getty Images
Scott Carson.
Scott Carson.
Mynd: Getty Images
Robert Green.
Robert Green.
Mynd: Getty Images
Marcus Hahnemann.
Marcus Hahnemann.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Markmenn eru alltaf vinsælt umræðuefni. Pistlahöfundur tók stig til og setti saman á blað skoðanir sínar á öllum markmönnum sem flokkast sem aðalmarkverðir hjá sínum félagsliðum í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal
Manuel Almunia (Spánn), Lukaz Fabianski, Wojciech Szczesny (báðir pólskir)

Erfitt er að dæma hver er númer eitt hjá Arsenal en í dag mun það vera Wojciech Szczesny, ungur Pólverji sem kom fyrst inn í liðið gegn Manchester United nú á dögunum, meiddist hann svo illa á fingri gegn Barcelona en kom svo aftur inn í leiknum gegn Liverpool núna 18. apríl.

Á eftir honum eru svo Lukaz Fabianski og hinn stórundarlegi Manuel Almunia. Já svo má ekki gleyma að Arsene Wenger kallaði sjálfan Jens Lehman til baka þegar vandræði Arsenal voru sem mest.

Ég er persónulega alls ekki hrifinn af markmönnum Arsenal og tel ég að Wenger ætti að splæsa í eitt stykki Shay Given í sumar.

Kostir: (Szczesny / Fabianski): Eru báðir ungir að árum, svo að framtíðin gæti verið björt. Eru góðir „shot stopper-ar“. Szczesny virðist líka vera með ágætis egó og hefur mikla trú á sjálfum sér en það gæti kostað hann (*Hóst*Birmingham*Hóst*)
Gallar: Reynslulitlir, gera stór mistök á slæmum tímapunktum.

Besta lausnin fyrir Arsenal: Kaupa Shay Given, selja Manuel Almunia, Lukaz Fabianski og senda Lehman aftur á geðveikrahælið.

Aston Villa
Brad Friedel (Bandaríkin)

Maðurinn sem elskar að spila gegn Manchester United. Maðurinn er 40 ára gamall (virðist vera mun eldri). Það virðist aðeins vera farið að hægjast á honum en hann er ennþá í fullu fjöri. Hann er augljóslega mikið „upgrade“ frá stórslysamanninum Scott Carson sem varði mark Aston Villa fyrir 2-3 árum. Einnig var Friedel ástæðan fyrir að Blackburn gat eitthvað í fótbolta hér um árið.

Kostir: Öruggur, varnarmenn treysta honum, gífurleg reynsla. Er vanur að hafa nóg að gera.

Gallar: Fer að nálgast eftirlaunaaldur. Aston Villa þarf að fara skoða sig um í leit að nýjum markmanni.

Mögulegir arftakar: Tomasz Kuszczak gæti verið ágætis kaup fyrir Aston Villa. Hins vegar ef Aston Villa ætlar að halda sig í kaup stefnuna sem Martin O‘Neill byrjaði með þá gætu Scott Loach og jafnvel Wayne Hennesey verið góðir kostir.

Birmingham
Ben Foster (England)

Flestir fótbolta aðdáendur þekkja Ben Foster, kom gjörsamlega óþekktur til Manchester United frá Stoke á eina milljón punda. Var lánaður í tvö tímabil til Watford og stóð sig frábærlega þar. Kom svo aftur til Manchester United en meiddist og átti síðan skelfilegan leik gegn Manchester City sem virtist orsaka það að Sir Alex Ferguson missti trúnna á manninum sem hann sagði að yrði aðalmarkvörður Englands eftir nokkur ár.

En Ben Foster hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá Birmingham og er lykilmaður í þeirra liði. Hefur hann átt stórkostlegt tímabil og á hann stóran þátt í að Birmingham vann sinn fyrsta titil í guð má vita hvað mörg ár. Birmingham stuðningsmenn virðast vera á þeirri skoðun að hann sé betri en Joe Hart las ég einhverstaðar, og þeir hafa nú fengið að skoða þá ágætlega seinustu tvo árin.

Kostir: Lokar markinu mjög vel. Er frábær „shot stopper“. Getur hirt fyrirgjafir. Er með öfluga vinstri löpp. Getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi (Arsenal í deildabikarnum). Góð fótavinna.

Gallar: Vill vera stór fiskur í lítilli tjörn. Þegar hann gerir mistök þá eru þau stór.

Myndbönd:
- Stórbrotin markvarsla Fosters gegn West Ham, eins og sjá má eru West Ham menn byrjaðir að fagna.
- Foster ver mjög gott víti gegn Blackburn
.
Blackburn
Paul Robinson (England)

Hvað get ég sagt? Álit mitt á þessum leikmanni er mjög lítið, hvernig hann var aðalmarkvörður Englendinga á stórmóti er fyrir ofan minn skilning (Scott Carson fékk nú bara 1-2 leiki). Á heima í Championship deildinni.

Kostir: Getur sparkað langt.

Gallar: Er jafn feitur og Andy Reid. Hefur aldrei heyrt um hliðarskref.

Blackpool
Richard Kingson (Gana)

Væri varamaður ef ekki væri fyrir meiðsli Matthew Gilks. Ég persónulega myndi frekar spila Gilks meiddum en Kingson því hann getur einfaldlega ekki neitt. Kingson hefur það þó á ferilskránni að hafa spilað tvívegis á HM og verið varamarkmaður hjá Birmingham og Wigan í mörg mörg ár. Hann er hinn svarti Steve Harper, nema bara lélegur.

Kostir: Fær að hitta Ian Holloway daglega.

Gallar: Hann setur óöryggi í varnarmenn sína, er lélegur í löppunum, kann varla að grípa bolta... ég gæti haldið áfram í allan dag.

Bolton
Jussi Jaaskelainen (Finnland)

Finninn fljúgandi er einn af skemmtilegustu markmönnum deildarinnar. Stórbrotinn „shot stopper“ og andlit Bolton í öll þessi ár sem liðið hefur verið í deildinni. Virðist vera 22 ára gamall en er í raun 36 ára. Hann á því ekki mikið eftir en Bolton menn hafa litlar áhyggjur þar sem þeir eiga mjög svipaðan markmann í Ali Al Habsi (á láni hjá Wigan).

Kostir: Virðist geta spilað til fimmtugs. Frábær „shot stopper“. Virðist vera almennt góður karakter. Reynslumikill.

Gallar: Heldur lítið af boltum. Á ekki mikið eftir.

Chelsea
Petr Cech (Tékkland)

Hefur ekki verið sami maðurinn eftir höfuðkúpubrotið og var sérstaklega óstöðugur í fyrra, ég reiknaði með að Chelsea myndi fá sér nýjan markmann. En hann hefur rifið sig upp af rassgatinu og átt virkilega gott tímabil fyrir Chelsea í vetur, er reglulegur gestur í Saves of the Week sem birtist á Vísi.

Þori að fullyrða að hann er meðal fimm bestu í heiminum í dag. Einnig er ég nokkuð viss um að ef hann hefði aldrei fengið þetta blessaða höfuðhögg frá Stephen Hunt þá væri hann besti markmaður í heiminum í dag (Staðfest).

Kostir: Þegar Cech er í stuði þá jafnast honum fáir við. Þessir löngu kolkrabba armar sem hann hefur hafa tryggt Chelsea ófá stigin. Er með öflugan vinstri fót. Er hávaxinn og með mjög langar hendur = Mjög auðvelt með að hirða fyrirgjafir. Reynslumikill.

Gallar: Mjög fáir, gerir einstaka mistök eins og allir markmenn.

Everton
Tim Howard (Bandaríkin)

Átti frábært eitt tímabil hjá Manchester United. Gerði svo ein STÓR mistök sem kostuðu United Meistaradeildartitil (má segja) og Sir Alex Ferguson missti trú á honum. Hefur þó staðið sig mjög vel hjá Everton. Er mjög traustur markvörður og á reglulega heimsklassa markvörður. Hann gæti vel spilað fyrir stærra lið en Everton, með fullri virðingu fyrir félaginu.

Kostir: Frábær „shot stopper“, er mjög fljótur á milli stanganna.

Gallar: Er ekki alveg 100% í fyrirgjöfum, fer lítið út í þær. Getur gert mjög slæm mistök.

Fulham
Mark Schwarzer (Ástralía)

Fínasti markvörður og hélt Middlesbrough nánast einsamall upp í deild þeirra efstu. Er farinn að nálgast síðustu árin í boltanum en er ennþá mjög öflugur milli stanganna. Svo öflugur að Arsene Wenger reyndi að fá hann fyrir tímabilið. Ef hann fer eftir þetta tímabil þá þurfa Fulham menn ekki að hafa áhyggjur þar sem David Stockdale heillaði mjög þessa leiki sem hann hefur spilað. Hann er mjög líkur Ástralanum og virðist hafa lært mikið af honum

Kostir: Mjög reynslumikill. Kann sitt fag mjög vel. Oftast mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum.

Gallar: Á lítið eftir. Á aldrei þessar „heimsklassa“ markvörslur – tekur þá bolta sem hann á að taka og ekkert meira.

Liverpool
Pepe Reina (Spánn)

Varamarkvörður og DJ Spánverja þegar þeir urðu Evrópumeistarar 2008 og Heimsmeistarar 2010. Frábær markvörður en margir telja hann þó of lágvaxinn Hann setti met hjá Liverpool með því að halda 100x hreinu í eitthvað í kringum 180 leikjum. Fáránlegt afrek.

Pistlahöfundi finnst hann alls ekki hafa staðið sig nógu vel í vetur og almennt séð verið frekar slappur í flestum leikjum sem ég hef séð. Ekki það sem maður hefur átt að venjast frá þessum annars ágæta Spánverja. Hefur verið mikið orðaður við brottför frá Liverpool, þá aðallega til Manchester United. Miðað við frammistöðuna í vetur þá vill ég ekki sjá hann hjá United.

Kostir: Góður „shot stopper“. Er frábær 1 á 1 – líklega sá besti sem ég hef séð. Er með góð útspörk. Virkar sem mjög skemmtilegur karakter. Á slatta af heimsklassa markvörslum inn á milli.

Gallar: Virkar stundum óöruggur í fyrirgjafir. Búinn að eiga slappt tímabil miðað við gæðin sem hann hefur.

Manchester City
Joe Hart (England)

Eyddi tímabilinu í fyrra á láni hjá Birmingham og sló í gegn. Tók svo stöðuna hjá City af Shay Given í byrjun yfirstandandi tímabils. Byrjaði tímabilið á einhverjum besta leik sem ég hef séð markmann eiga í leiknum gegn Tottenham, var stórkostlegur. Hefur marga kosti og fáa galla (einhverja?).

Er líklega besti markmaður sem Englendingar hafa átt síðan David Seaman var að spila (þá er Ben Foster auðvitað ekki talinn með). Það er óskiljanlegt hvernig Capello valdi David James og Robert Green á undan Hart á HM síðasta sumar.

Kostir: Frábær markmaður. Stórbrotinn „shot stopper“. Á reglulega heimsklassa markvörslur.

Gallar: Virðist ekki vera mikið fyrir að fara út í fyrirgjafir. Kannski hægt að segja að spyrnugetan hans er ekki á sama stigi og hjá t.d Van Der Sar. Skortir reynslu á hæsta stigi.

Myndband:
Leikurinn hjá Joe Hart gegn Tottenham

Svo er einn maður sem verður að vera nefndur hér, þrátt fyrir að vera á bekknum hjá sínu liði en það er Shay Given. Maðurinn átti frábært tímabil í fyrra en því miður átti Joe Hart betra tímabil hjá Birmingham og náði að hirða sætið af Given.

Given varði mark Newcastle í mörg ár og vilja sumir meina að hann sé einn stöðugasti markmaður deildarinnar, ekki skrýtið að Newcastle hafi fallið eftir að hann fór frá þeim.

Kostir: Reynslu mikill. Mjög öruggur. Góður „Shot Stopper“. Góður 1 á 1.

Gallar: Virðist ekki hafa nein afburðarútspörk og kemur lítið út í fyrirgjafir.

Manchester United
Edwin Van Der Sar (Holland)

Curious Case of Van Der Sar. Fertugur og „at the top of his game“. Því miður eru veikindi eiginkonu hans að hindra að hann taki annað tímabil. Markvarslan hans gegn Torres í Meistaradeildinni var lýsandi fyrir tímabilið hans, gjörsamlega stórkostleg.

Van Der Sar mun leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið (Staðfest) og hafa þó nokkrir markmenn verið orðaðir við Man Utd eftir brottför hans: David De Gea (Atletico Madrid), Manuel Neuer (Schalke), Rene Adler (Leverkusen), Pepe Reina (Liverpool), Igor Akinfeev (CSKA Moskva).

Það verður spennandi að sjá hvað Ferguson gerir, vonandi fer hann ekki í Taibi-Bosnich tímabil eins og sínum tíma.

Kostir: Reynslumikill. Öruggur í öllum sínum aðgerðum. Heldur boltanum betur en nokkur annar markmaður í heiminum í dag. Jafnfættur. Fæddur sigurvegari. Frábær „shot stopper“ og hirðir sinn skammt af fyrirgjöfum.

Gallar: 40 ára gamall. Var keyptur til United 2005 en ekki 2000.

Myndband:
Markvarslan hans gegn Torres

Newcastle
Steve Harper (England)

Hann og Shay Given vera alveg eins, mjög stabílir og góðir markmenn. Nema Shay Given var alltaf aðeins betri í öllu. Harper beið lengi eftir tækifærinu og var varamaður fyrir Given í einhver tíu ár held ég. Er loksins núna að spila en því miður á hann ekki mörg ár eftir. En Newcastle þarf ekki að örvænta svo lengi sem félagið hefur Tim Krul í sínum röðum, virkilega efnilegur og góður markvörður.

Kostir: Varnarmenn Newcastle halda að þeir séu ennþá að spila með Shay Given á bakvið sig. Almennt mjög „solid“ markmaður.

Gallar: Sömu og hjá Mark Schwarzer.

Sunderland
Craig Gordon (Skotland)

Dýrasti markmaðurinn í úrvalsdeildinni. Hefur aldrei lifað undir þeim verðmiða ef frá er talin markvarsla hans gegn Bolton fyrr í vetur, hafa margir líkt þeirri vörslu við markvörslu Gordons Banks gegn Pele. Höfundur telur þó vörsluna hans Craig Gordon mun betri.

Gordon er mjög fínn markmaður en því miður er hann mikill meiðslapési og spilar lítið. Varamarkmaður Sunderland, Simon Mignolet (sem Gummi Ben sagði að væri frá Belgíu – við trúum öllu sem G.Ben segir), hefur komið mér skemmtilega á óvart og gæti hann vel leyst þessa stöðu til frambúðar ef Gordon fer ekki að taka sig saman í andlitinu.

Kostir: Almennt öruggur markmaður. Fínn í öllum sínum aðgerðum. Gerir ekki mikið af mistökum.

Gallar: Meiðslasjúkur. Getur ekki lifað undir verðmiðanum sínum.

Myndband:
Markvarslan gegn Bolton

Stoke
Asmir Begovic (Bosnía)

Undirritaður hefur mikið álit á báðum markmönnum Stoke (Thomas Sörensen er varamarkmaður). Annar ungur en hinn gamall. Begovic á svo sannarlega framtíðina fyrir sér, og þá ekki hjá Stoke. Hann á heima í stærra liði.

Kostir: Begovic er stór og stæðilegur. Öruggur í öllum sínum aðgerðum. Góður „shot stopper“.

Gallar: Reynslulítill. Er aðeins á sínu öðru tímabili í efstu deild.

Tottenham
Heurelho Gomes (Brasilía)

Er sérstakur karakter. Fer á listann yfir bestu „shot stopper-a“ sem ég hef séð. Hann er frábær þegar kemur að þeim hluta leiksins hjá honum. En í flestu öðru er greyið maðurinn almennt spasstískur. Hann er mjög óöruggur í fyrirgjöfum og er alltaf að blaka þeim til hægri eða vinstri.

Hefur þó bætt leik sinn massíft síðan hann kom til Tottenham, fyrst þegar hann kom til Tottenham héldu menn að hann væri eitthvað þroskaheftur. Bókstaflega, hann bara gat ekki neitt. Hljóp út í fyrirgjafir og klessti á sína eigin varnarmenn og guð má vita hvað. Sem betur fer þá bætti hann leik sinn frekar mikið.

Kostir: Hann getur varið nánast hvaða skot sem er sem kemur á markið.

Gallar: Á sín heilalausu móment (markið hjá Nani til dæmis). Er óöruggur í fyrirgjöfum og á það til að virðast stundum ekki alveg vita hvað hann er að gera á vellinum.

West Bromwich Albion
Scott Carson (England)

Lélegur hjá Liverpool, lélegur hjá Aston Villa, lélegur með enska landsliðinu. Á heima í Championship deildinni. Hann er alls ekki nógu góður fyrir úrvalsdeildina. West Brom væru betur sett án hans.

Kostir: Er með flott skegg og flotta derhúfu þegar það er sól.

Gallar: Allt annað.

West Ham
Robert Green (England)

Góður hjá Norwich þar sem hann var á 90 mínútna skotæfingu í hverjum leik. Hefur verið mjög miðlungs hjá West Ham. Er frábær í að verja vítaspyrnur, hann er með einhverja fáránlega tölfræði þegar kemur að því að verja víti. Á líka inn á milli stórbrotnar markvörslur, en þar á milli á hann líka móment eins og gegn Bandaríkjunum á HM síðasta sumar.

Kostir: Er vítabani. Á sínar heimsklassa markvörslur inn á milli.

Gallar: Er of oft miðlungs, virðist láta hlutina vera mun erfiðari en þeir eru í raun og veru. Gerir of oft grundvallarmistök.

Wigan
Ali Al Habsi (Óman)

Er á láni frá Bolton. Það væri mjög heimskulegt hjá Bolton að selja hann. Frábær markvörður. Wigan væri fallið án hans þori ég að fullyrða. Óman maðurinn kom frá Lyn í Noregi til Bolton og fór þaðan á lán til Wigan. Hef ég trú á að hann muni standa í marki Bolton næstu árin. Er einn af mínum uppáhalds markmönnum í þessari deild.

Kostir: Hann er bara svo fjandi viðkunnanlegur. Á oft á tíðum stórbrotnar markvörslur.

Gallar: Reynslulítill. Hef ekki séð hann fara mikið út í fyrirgjafir. Heldur boltanum ekki nógu vel.

Myndband:
Ali Al Habsi í eldlínunni hjá Bolton

Wolves
Wayne Hennesey (Wales), Marcus Hahnemann (Bandaríkin)

Tvær mjög mismunandi týpur. Báðir ágætis markmenn en ekkert meira. Eru því miður bara í of lélegu liði til að geta sannað sig eitthvað í úrvalsdeildinni, þó að það sé alveg líklegt að eitthvað lið muni splæsa í Hennesey eftir tímabilið. Hennesey á framtíðina fyrir sér og gætum við séð hann áfram í efstu deild. Persónulega finnst mér að Hahnemann ætti að fara einbeita sér að þungarokkinu sínu.

Kostir: Hennesey: Efnilegur. Hahnemann: Töffari.

Gallar: Báðir reynslulitlir í efstu deild.
banner
banner
banner