Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mið 27. apríl 2011 08:30
Eva Björk Ægisdóttir
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Bagg er bögg!
Eva Björk Ægisdóttir
Eva Björk Ægisdóttir
Bagg er bögg!
Bagg er bögg!
Mynd: Getty Images
Á að banna baggnotkun á íþróttaleikvöngum?
Á að banna baggnotkun á íþróttaleikvöngum?
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Bagg eða munntóbak er í dag orðið eitt helsta tískutákn í íþróttum í dag en rannsóknir sýna að 29% leikmanna PEPSÍ-deildar karla í knattspyrnu nota bagg að staðaldri.

Í öllum íþróttagreinum eru fyrirmyndir. Sterkar fyrirmyndir sem unga kynslóðin lítur upp til og reynir að líkjast eftir fremsta megni.

Sara Björk Gunnarsdóttir og Alfreð Finnbogason eru góð dæmi um sterkar fyrirmyndir fyrir ungu kynslóðina, hafa náð frábærum árangri og lagt á sig mikla vinnu til að ná markmiðum sínum.

Markmiðum sem okkur hin dreymir um en þau eru gott dæmi um afreksfólk sem notar ekki bagg.

Það þarf ekki að fara langt til að sjá helstu fyrirmyndir knattspyrnunnar á leikjum og allnokkrir með sitt bagg á sínum stað. Þau eru flott út á við og fá mikla athygli fjölmiðla sem hampa þeim fyrir árangur innan vallar. Innan um þessa frábæru íþróttamenn situr unga kynslóðin dolfallin og reynir að líkjast þeim.

Hvað er hægt að gera til að fá íþróttafólkið okkar til að láta af þessum ósið utan vallar líka?

Ég var fyrir ekki svo löngu beðin um að mynda leikmenn/áhorfendur sem voru með bagg í munninum. Ég íhugaði málið og ákvað að ég ætlaði að þessu sinni ekki að sinna þessari fyrirspurn. Af hverju? Því ég vil að skilaboðin frá leikmönnum séu skýr.

Bagg er fyrir mér ljótur blettur á íþróttinni. Baggnotkun skilar þeim skilaboðum til ungu kynslóðarinnar að þetta sé töff og af því að þetta eru afreksíþróttamenn að þá sé þetta ekki hættulegt. Málið er að bagg er ávanabindandi, heilsuspillandi og á sér ekkert skylt við þau skilaboð sem íþróttahreyfingin vill koma á framfæri.

Mín skoðun er sú að félögin þurfi að herða allar reglur í kringum baggnotkun sinna leikmanna. Því finnst mér að það ætti að banna baggnotkun á íþróttaleikvöngum landsins og brotum við því myndu fylgja háar sektir og jafnvel leikbönn, því að bagg er bögg!
banner
banner