Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. júní 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Óli: Markmiðið alltaf að spila erlendis
Ísak Óli Ólafsson.
Ísak Óli Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn efnilegi Ísak Óli Ólafsson er að ganga í raðir danska félagsins SönderjyskE.

Ísak Óli mun leika með Keflavíkurliðinu í Inkasso-deildinni fram til lok ágúst. Síðasti leikur Ísaks með Keflavík í sumar verður 23. ágúst þegar liðið heimsækir Þrótt í Laugardalinn.

„Ég er mjög spenntur fyrir félaginu og líst vel á það," segir hinn 18 ára gamli Ísak Óli við Fótbolta.net.

„Aðdragandinn var ekkert svo langur og þetta gekk allt saman hratt fyrir sig. Það var einhver áhugi annars staðar frá, en SönderyjskE var liðið sem sýndi alvöru áhuga."

„Hlutverk mitt er að þroskast sem leikmaður og taka næsta skref, en ég er keyptur sem hafsent. Ég kem inn í aðalliðið í krefjandi samkeppni við aðra varnamenn."

Ísak Óli er á 19. aldursári, en hann hefur verið í stóru hlutverki hjá Keflavík frá 2017. Hann segir að það verði erfitt að yfirgefa Keflavík.

„Já, það verður erfitt. Keflavík gaf mér tækifæri snemma og er virkikega flott félag. En markmið mitt hefur alltaf verið að spila erlendis."

Keflavík er sem stendur í öðru sæti Inkasso-deildarinnar.

„Við erum með ungt og skemmtilegt lið sem ætlar auðvitað að berjast þarna í toppnum," segir Ísak Óli um Keflavík.

SönderjyskE hafnaði í 11. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og náði að forðast fall.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner