Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. janúar 2011 14:01
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Daily Mail | WhoAteAllthePies 
Dalglish: Er þér sama þó það sé kona í herberginu?
Kenny Dalglish.
Kenny Dalglish.
Mynd: Getty Images
Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool hefur húmorinn greinilega á réttum stað því hann skaut létt á íþróttafréttamann Sky á fréttamannafundi sínum í morgun og spurði hann hvort honum væri sama þó svo kvenkyns fréttamaður væri í herberginu.

Eins og hefur áður komið fram voru Andy Gray og Richard Keys að lýsa leik Liverpool og Wolves um helgina og misstu sig fyrir leikinn út í að gagnrýni á konur. Þeir sögðu þá að konur kynnu ekki rangstöðuregluna.

Þegar Dalglish hóf fréttamannafund sinn í dag sneri hann sér að Vinny O'Connor íþróttafréttamanni Sky og spurði hvort það væri í lagi hans vegna að kvenkyns fréttamaður væri einnig í herberginu. Þess má geta að dóttir Dalglish er íþróttafréttamaður.

Nú er ljóst að Gray og Keys munu ekki fá að lýsa leik Bolton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eins og áður stóð til en mikið er rætt um málið í enskum fjölmiðlum. Þeir hafa þó sent frá sér afsökunarbeiðni til dómarans og Karren Brady varaformanns West Ham sem einnig fékk sinn skammt af gagnrýni frá þeim.
banner
banner
banner