Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 14. ágúst 2014 07:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 8. sæti: Newcastle
Lokastaða síðast: 10. sæti
Enski upphitun
Markvörðurinn Tim Krul.
Markvörðurinn Tim Krul.
Mynd: Getty Images
Mun Pardew skalla andstæðing aftur?
Mun Pardew skalla andstæðing aftur?
Mynd: Getty Images
Cheick Tiote er afl á miðjunni.
Cheick Tiote er afl á miðjunni.
Mynd: Getty Images
Jack Colback kom frá nágrönnunum í Sunderland.
Jack Colback kom frá nágrönnunum í Sunderland.
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Newcastle er spáð áttunda sætinu en eins og oft áður er erfitt að rýna í hvar liðið muni enda.

Um liðið: Lífið í kringum Newcastle er alltaf eins og sápuópera með nóg af dramatík. Þrátt fyrir læti kringum liðið fyrir síðasta tímabil virtist það ætla að stefna í baráttu um Evrópusæti en þegar Yohan Cabaye var seldur í janúarglugganum fór að halla undan fæti. Knattspyrnustjórinn Alan Pardew skallaði David Meyler og liðið tapaði sex leikjum í röð. Um 7 þúsund stuðningsmenn mótmæltu með því að yfirgefa völlinn í síðasta heimaleiknum.

Stjórinn: Alan Pardew
Með blöndu af sjálfstrausti og hroka. Dyggir stuðningsmenn Newcastle standa þó fyrir sínu og sala á ársmiðum hefur ekkert dalað. Pardew er umdeildur meðal stuðningsmanna og maður hefur það á tilfinningunni að höfuð hans gæti fokið ef tímabilið byrjar illa.

Styrkleikar: Félagið stendur vel fjárhagslega og er með gott njósnakerfi þar sem öflugir leikmenn finnast. Hollendingurinn Daryl Janmaat átti frábært HM og Remy Cabella var frábær fyrir Montpellier. Spennandi verður að sjá hvernig þessum leikmönnum vegnar.

Veikleikar: Vantar öfluga sóknarmenn. Meiraðsegja Shola Ameobi er farinn. Papiss Cisse og Yoan Gouffran skoruðu aðeins 11 mörk í 66 leikjum ef skorun þeirra er lögð saman á síðasta tímabili. Emmanuel Riviere, keyptur frá Monaco í júlí, fær tækifæri til að láta ljós sitt skína.

Talan: 121
Heppnaðar sendingar Cheick Tiote gegn Crystal Palace. Flestar í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Ekki selja bestu leikmenn þína í janúarglugganum en ef þú átt ekki annan kost vertu viss um að þú hafir góðan mann til að fylla í skarðið. Þá verður Pardew að læra að stundum er best að segja ekkert.

Verður að gera betur: Cheick Tiote. Gul spjöld eru óumflýjanleg hjá varnarmiðjumönnum en 38 á fjórum tímabilum er of mikið. Meiðsli og leikbönn hafa dregið úr áhrifum leikmannsins.

Lykilmaður: Tim Krul
Ólíkt flestu á St James'Park er Krul traustur og áreiðanlegur. Markvörður sem getur unnið mikilvæg stig með mögnuðum vörslum. Og svo má ekki gleyma því að nú er búið að uppgötva hæfileika hans í að verja vítaspyrnur!

Komnir:
Remy Cabella frá Montpellier
Jack Colback frá Sunderland
Karl Darlow frá Nottingham Forest
Facundo Ferreyra frá Shakhtar Donetsk
Daryl Janmaa frá Feyenoord
Siem de Jong frá Ajax
Jamaal Lascelles frá Nottingham Forest
Ayoze Perez frá Tenerife
Emmanuel Riviere frá Monaco

Farnir:
Shola Ameobi samningslaus
Karl Darlow til Nottingham Forest á láni
Mathieu Debuchy til Arsenal
Dan Gosling til Bournemouth
Jamaal Lascelles til Nottingham Forest á láni
Sylvain Marveaux til Guingamp á láni

Þrír fyrstu leikir: Man City (h), Aston Villa (ú) og Crystal Palace (h)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Newcastle 135 stig
9. Swansea 123 stig
10.Stoke City 110 stig
11. West Ham 92 stig
12. Crystal Palace 91 stig
13. Sunderland 88 stig
14. Southampton 86 stig
15. Hull 76 stig
16. Aston Villa 67 stig
17. QPR 48 stig
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner