Kolbeinn Birgir Finnsson varð yngsti leikmaður Fylkis frá upphafi í efstu deild þegar hann kom inná sem varamaður í 1-1 jafnteflisleik gegn Fjölni um síðustu helgi.
Kolbeinn var aðeins 15 ára og 259 daga gamall þegar hann steig inná völlinn.
Kolbeinn var aðeins 15 ára og 259 daga gamall þegar hann steig inná völlinn.
Kolbeinn heimsótti höfuðstöðvar Fótbolta.net í dag en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
„Það var smá stress fyrst en þetta var ógeðslega gaman. Það var smá fiðringur fyrst en svo fór hann bara," segir Kolbeinn þegar hann er spurður út í hvernig það hafi verið að spila sinn fyrsta leik í efstu deild.
Kolbeinn fékk aukaspyrnu en upp úr henni kom mark Fylkis.
„Ég var bara sparkaður niður, gerði ekkert mikið en fékk aukaspyrnuna og við náðum að skora. Það er gaman að fá að spila með mönnum eins og Jóa Kalla og þessum leikmönnum sem eru þarna. Það er gaman að fá að gera það svona snemma."
„Ég er miðjumaður í öðrum flokki en hef verið að spila kant með meistaraflokki. Ég er fínn með boltann og góður að dreifa spilinu," segir Kolbeinn en hans uppáhalds leikmaður er Ronaldinho.
Þá er hann aðdáandi Steven Gerrard þó Arsenal sé hans lið á Englandi.
Kolbeinn fær bílprófið á næsta ári en þangað til hjólar hann eða fær far hjá föður sínum, Finni Kolbeinssyni, sem sjálfur lék um árabil með Fylki.
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir