Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   fös 15. maí 2015 16:30
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn Birgir: Hjóla á æfingar eða pabbi skutlar
Kolbeinn Birgir er yngsti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
Kolbeinn Birgir er yngsti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kolbeinn Birgir Finnsson varð yngsti leikmaður Fylkis frá upphafi í efstu deild þegar hann kom inná sem varamaður í 1-1 jafnteflisleik gegn Fjölni um síðustu helgi.

Kolbeinn var aðeins 15 ára og 259 daga gamall þegar hann steig inná völlinn.

Kolbeinn heimsótti höfuðstöðvar Fótbolta.net í dag en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

„Það var smá stress fyrst en þetta var ógeðslega gaman. Það var smá fiðringur fyrst en svo fór hann bara," segir Kolbeinn þegar hann er spurður út í hvernig það hafi verið að spila sinn fyrsta leik í efstu deild.

Kolbeinn fékk aukaspyrnu en upp úr henni kom mark Fylkis.

„Ég var bara sparkaður niður, gerði ekkert mikið en fékk aukaspyrnuna og við náðum að skora. Það er gaman að fá að spila með mönnum eins og Jóa Kalla og þessum leikmönnum sem eru þarna. Það er gaman að fá að gera það svona snemma."

„Ég er miðjumaður í öðrum flokki en hef verið að spila kant með meistaraflokki. Ég er fínn með boltann og góður að dreifa spilinu," segir Kolbeinn en hans uppáhalds leikmaður er Ronaldinho.

Þá er hann aðdáandi Steven Gerrard þó Arsenal sé hans lið á Englandi.

Kolbeinn fær bílprófið á næsta ári en þangað til hjólar hann eða fær far hjá föður sínum, Finni Kolbeinssyni, sem sjálfur lék um árabil með Fylki.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner