PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
   fös 15. maí 2015 16:30
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn Birgir: Hjóla á æfingar eða pabbi skutlar
Kolbeinn Birgir er yngsti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
Kolbeinn Birgir er yngsti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kolbeinn Birgir Finnsson varð yngsti leikmaður Fylkis frá upphafi í efstu deild þegar hann kom inná sem varamaður í 1-1 jafnteflisleik gegn Fjölni um síðustu helgi.

Kolbeinn var aðeins 15 ára og 259 daga gamall þegar hann steig inná völlinn.

Kolbeinn heimsótti höfuðstöðvar Fótbolta.net í dag en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

„Það var smá stress fyrst en þetta var ógeðslega gaman. Það var smá fiðringur fyrst en svo fór hann bara," segir Kolbeinn þegar hann er spurður út í hvernig það hafi verið að spila sinn fyrsta leik í efstu deild.

Kolbeinn fékk aukaspyrnu en upp úr henni kom mark Fylkis.

„Ég var bara sparkaður niður, gerði ekkert mikið en fékk aukaspyrnuna og við náðum að skora. Það er gaman að fá að spila með mönnum eins og Jóa Kalla og þessum leikmönnum sem eru þarna. Það er gaman að fá að gera það svona snemma."

„Ég er miðjumaður í öðrum flokki en hef verið að spila kant með meistaraflokki. Ég er fínn með boltann og góður að dreifa spilinu," segir Kolbeinn en hans uppáhalds leikmaður er Ronaldinho.

Þá er hann aðdáandi Steven Gerrard þó Arsenal sé hans lið á Englandi.

Kolbeinn fær bílprófið á næsta ári en þangað til hjólar hann eða fær far hjá föður sínum, Finni Kolbeinssyni, sem sjálfur lék um árabil með Fylki.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner