Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   fös 15. maí 2015 16:30
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn Birgir: Hjóla á æfingar eða pabbi skutlar
Kolbeinn Birgir er yngsti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
Kolbeinn Birgir er yngsti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kolbeinn Birgir Finnsson varð yngsti leikmaður Fylkis frá upphafi í efstu deild þegar hann kom inná sem varamaður í 1-1 jafnteflisleik gegn Fjölni um síðustu helgi.

Kolbeinn var aðeins 15 ára og 259 daga gamall þegar hann steig inná völlinn.

Kolbeinn heimsótti höfuðstöðvar Fótbolta.net í dag en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

„Það var smá stress fyrst en þetta var ógeðslega gaman. Það var smá fiðringur fyrst en svo fór hann bara," segir Kolbeinn þegar hann er spurður út í hvernig það hafi verið að spila sinn fyrsta leik í efstu deild.

Kolbeinn fékk aukaspyrnu en upp úr henni kom mark Fylkis.

„Ég var bara sparkaður niður, gerði ekkert mikið en fékk aukaspyrnuna og við náðum að skora. Það er gaman að fá að spila með mönnum eins og Jóa Kalla og þessum leikmönnum sem eru þarna. Það er gaman að fá að gera það svona snemma."

„Ég er miðjumaður í öðrum flokki en hef verið að spila kant með meistaraflokki. Ég er fínn með boltann og góður að dreifa spilinu," segir Kolbeinn en hans uppáhalds leikmaður er Ronaldinho.

Þá er hann aðdáandi Steven Gerrard þó Arsenal sé hans lið á Englandi.

Kolbeinn fær bílprófið á næsta ári en þangað til hjólar hann eða fær far hjá föður sínum, Finni Kolbeinssyni, sem sjálfur lék um árabil með Fylki.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner