Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   lau 03. september 2016 23:00
Elvar Geir Magnússon
Birkir Már: Miklar gleðifréttir að við fáum nautalund
Birkir Már á æfingu landsliðsins í Frankfurt á föstudaginn.
Birkir Már á æfingu landsliðsins í Frankfurt á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson býr sig undir annasaman vinnudag í Kænugarði á mánudaginn þegar Ísland mætir Úkraínu í fyrsta leik í undankeppni HM. Kantmenn Úkraínu eru taldir öflugustu leikmenn liðsins.

„Við höfum farið vel í gegnum þetta og erum eins vel undirbúnir og við getum orðið. Þetta er lið sem má alls ekki vanmeta. Stjörnuleikmenn Úkraínu eru á kantinum svo við mætum heimsklassa leikmönnum en erum vanir því. Við þurfum bara að vera með 100% einbeitingu allar 95 mínúturnar eða hvað það verður," segir Birkir.

„Stjörnuleikmennirnir eru oft á köntunum svo þetta er ekkert nýtt."

Birki lýst vel á Kænugarð en íslenski hópurinn kom í borgina í dag.

„Við fórum í skoðunarferð um bæinn og þetta leit mjög vel út. Þetta er mjög falleg borg og margt merkilegt að skoða," segir Birkir sem fékk þá tilkynningu í viðtalinu að það væru nautalundir framundan í kvöldmatinn.

„Ég vissi það ekki en þetta eru miklar gleðifréttir."

Viðtalið sem tekið var í dag má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner