Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 21. september 2016 17:15
Arnar Daði Arnarsson
Kvennaboltinn
Best í 16. umferð: Gaman að fá leikmenn heim úr atvinnumennsku
Sigríður Lára Garðarsdóttir - ÍBV
Sigríður Lára í leik með ÍBV í sumar.
Sigríður Lára í leik með ÍBV í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég var heilt yfir sátt með eigin frammistöðu í leiknum, það er samt alltaf hægt að gera betur," sagði Sigríður Lára Garðarsdóttir miðjumaður ÍBV aðspurð um eigin frammistöðu í 3-0 sigri liðsins gegn KR í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Sigríður Lára kórónaði góðan leik með stórglæsilegu marki undir lok leiks en hún er leikmaður umferðarinnar að mati Fótbolta.net.

Algjört draumamark
„Ég tók snúning með boltann og lét vaða af frekar löngu færi með vinstri. Það var virkilega gaman að sjá hann inni, algjört draumamark," sagði Sigríður Lára um markið sitt sem var af dýrari gerðinni.

„Það var þolinmæðisvinna sem skilaði sigrinum. KR stelpurnar vörðust vel og við lágum svolítið á þeim stórum hluta af leiknum. Við sköpuðum okkur fín færi, sérstaklega í seinni hálfleiknum og það skilaði okkur þremur góðum mörkum," sagði Sísí eins og hún er stundum kölluð en hún var ánægð með hversu vel það gekk hjá liðinu að halda boltanum í leiknum.

„Við gáfumst aldrei upp þótt illa gengi að skora í fyrri hálfleik. Ég var einnig ánægð með baráttuna í liðinu og það er líka alltaf gott að halda hreinu."

„Mér finnst liðið hafa spilað ágætlega í sumar. Við byrjuðum ekki alveg nógu vel. Við töpuðum mikilvægum stigum á heimavelli. Seinni umferðin hjá okkur hefur verið góð og við höfum verið að bæta leik okkar jafnt og þétt. Ég veit samt að við getum gert betur."

„Það hefur verið góður stígandi í mínum leik, ég hef verið að æfa vel og hef skorað óvenju mörg mörk í sumar, sem er gaman," sagði Sísí sem er komin með átta mörk í deild og bikar í sumar.

Vantað trú
Sigríður segir að það hafi vantað stöðugleika í liðið í sumar.

„Við erum með gott lið og erum samheldinn hópur en finnst vanta trú á að við getum unnið þessi stóru lið, eins og Breiðablik og Stjörnuna. Þetta er eitthvað sem við liðið þurfum að vinna með. Við höldum samt áfram og erum staðráðnar í að ná markmiðum okkar í lok tímabils."

„Mér finnst deildin í sumar hafa verið ótrúlega jöfn, spennandi bæði topp- og botnbarátta. Það geta allir unnið alla. Það er ekkert lið að fara að vinna stórsigur, eins og það var áður fyrr. Það er gaman að fá leikmenn heim úr atvinnumennskunni sem gerir deildina sterkari og sömuleiðis margir góðir útlendingar," sagði leikmaður 16. umferðar í Pepsi-deildinni, Sigríður Lára Garðarsdóttir að lokum.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Leikmaður 15. umferðar - Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Leikmaður 14. umferðar - Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 13. umferðar - Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Leikmaður 12. umferðar - Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 11. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 10. umferðar - Cloe Lacasse (ÍBV)
Leikmaður 9. umferðar - Sandra Sif Magnúsdóttir (Fylkir)
Leikmaður 8. umferðar - Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Leikmaður 7. umferðar - Írunn Þorbjörg Aradóttir (Þór/KA)
Leikmaður 6. umferðar - Elín Metta Jensen (Valur)
Leikmaður 5. umferðar - Berglind Hrund Jónasdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 4. umferðar - Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik)
Leikmaður 3. umferðar - Lauren Elizabeth Hughes (Selfoss)
Leikmaður 2. umferðar - Jeannette Williams (FH)
Leikmaður 1. umferðar - Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner
banner