Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   fös 17. mars 2017 14:34
Elvar Geir Magnússon
Helgi Kolviðs: Getum því miður ekki pakkað mönnum í bómull núna
Icelandair
Helgi Kolviðsson léttur á landsliðsæfingu.
Helgi Kolviðsson léttur á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Langt er síðan eins mikil forföll hafa verið í íslenska landsliðshópnum eins og eru núna fyrir leikinn gegn Kosóvó. Helgi Kolviðsson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir að það hafi verið sérstök spenna að fylgjast með leikmönnum í aðdraganda verkefnisins.

„Þetta hefur verið spennandi undanfarnar vikur. Við höfum skipt strákunum á milli okkar og horft á marga leiki auk þess að vera að greina andstæðinginana. Við höfum horft á mikið og verið að bera saman bækur," segir Helgi.

„Maður er kannski að horfa á leik og svo fer leikmaður af velli í fyrri hálfleik en maður veit ekkert hvað gerðist eða hvort þetta sé alvarlegt. Ég sá Arnór Ingva fara út af eftir hálftíma og Rúrik eftir sautján mínútur og maður reyndi að lesa í hvað væri að gerast. Það er oft mikil óvissa og maður þarf að bíða eftir að sjá hvað gerist."

Það er meiri spenna framundan því landsliðsþjálfararnir, og íslenskir fótboltaáhugamenn, þurfa að krossleggja fingur og vona að það komi ekki upp meiðsli um helgina þegar strákarnir í hópnum leika síðustu leiki sína fyrir landsliðsverkefnið.

„Því miður getum við ekki pakkað leikmönnum inn í bómull núna og tekið þá beint inn. Það er heil helgi eftir og það getur allt gerst. Við verðum bara að vera undirbúnir og fylgjumst með öllu," segir Helgi.

Kosóvó er neðst í riðlinum og íslenska liðið fer ekki leynt með að stefna og markmið þess er að enda í tveimur af efstu sætum riðilsins. Þó þjálfurum sé illa við orðið „skyldusigur" hljótum við að gera kröfu á að vinna leikinn eftir viku?

„Við gerum það fyrir hvern einasta leik. Það er alltaf okkar stefna að vinna. Við vitum að þetta verður erfiður leikur en við ætlum okkur að vinna hann og munum gera okkar besta til þess," segir Helgi sem ræðir nánar um andstæðingana og fleiri hluti í viðtalinu í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner