Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   sun 08. október 2017 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Collymore kíkti í Fífuna - Skammarlegt fyrir England
Icelandair
Collymore heilsar upp á Heimi Hallgrímsson í dag.
Collymore heilsar upp á Heimi Hallgrímsson í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stan Collymore, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, er staddur hér á landi. Hann ætlar að fara á leik Íslands og Kosóvó í undankeppni HM á morgun, en hann hefur skoðað það hvernig svona fámenn þjóð getur náð jafn góðum árangri í fótbolta og Ísland hefur gert síðustu ár.

Með sigri gegn Kosóvó á morgun kemst Ísland á HM í Rússlandi.

Collymore kíkti í Fífuna í Kópavogi í morgun þar sem hann fylgdist með æfingu hjá Breiðabliki.

Hann ræddi þar m.a. við þjálfara og leikmenn um uppgang íslensks fótbolta. Hann beinir myndbandinu eilítið að enska knattspyrnusambandinu, þeir eigi að taka aðstæðurnar sem eru hér á landi til sín og skoða hvað þeir geti gert betur.

„Ef þú ert að velta því fyrir þér, ef þú ert enskur, af hverju landsliðið okkar nær ekki árangri á meðan 300.000 manna þjóð vinnur okkur og vinnur Tyrkland 3-0. Þetta er ástæðan," segir Collymore og bendir á aðstæðurnar sem eru til staðar.

Hann segir það skammarlegt að aðstæðurnar séu svona góðar á Íslandi en ekki á Englandi.

Collymore fór síðan í viðtal við Fótbolta.net á Laugardalsvelli í dag.

Þegar ég hef talað við fólk í unglingastarfinu hérna er mér ljóst að það eru leikmenn að koma upp hérna líka. Þegar landsliðinu gengur vel og það er fjárfest í aðstöðu og þjálfun þá munu sex og sjö ára krakkar sem horfa á leikinn á morgun verða eitthvað," sagði
hann í því viðtali. smelltu hér til að sjá það en það er líka hægt að sjá það neðst í fréttinni.








Fótbolti.net er með alla anga úti í umfjöllun um leikinn gegn Kosóvó og hægt er að fylgjast með bak við tjöldin á samskiptamiðlum okkar, þar á meðal Fotboltinet á Snapchat.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hérna

Staðan? Skoðaðu möguleikana í riðli Íslands

Smelltu hér til að sjá líkegt byrjunarlið

Með því að smella hér má hlusta á ítarlega upphitun fyrir leikinn úr útvarpsþættinum



Stan Collymore: Verð með bjór og íslenska fánann í andlitinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner