Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   sun 08. október 2017 14:10
Hafliði Breiðfjörð
Stan Collymore: Verð með bjór og íslenska fánann í andlitinu
Icelandair
Collymore á æfingu íslenska landsliðsins í morgun.
Collymore á æfingu íslenska landsliðsins í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari heilsaði upp á Collymore þar sem hann var á meðal fréttamanna, enda eitt af átrúnaðargoðum Heimis úr Liverpool mættur á svæðið.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari heilsaði upp á Collymore þar sem hann var á meðal fréttamanna, enda eitt af átrúnaðargoðum Heimis úr Liverpool mættur á svæðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Birkir Bjarnason er uppáhaldsleikmaðurinn minn! Ég er stuðningsmaður Aston Villa, hann er ekki að eiga frábæran tíma með Aston Villa en vonandi mun hann sanna sig með landsliðinu annað kvöld.''
,,Birkir Bjarnason er uppáhaldsleikmaðurinn minn! Ég er stuðningsmaður Aston Villa, hann er ekki að eiga frábæran tíma með Aston Villa en vonandi mun hann sanna sig með landsliðinu annað kvöld.''
Mynd: Getty Images
,,Þið sjáið mig kannski í Reykjavík annað kvöld með nokkra bjóra og með rauða og  bláa andlitmálningu framan í mér.''
,,Þið sjáið mig kannski í Reykjavík annað kvöld með nokkra bjóra og með rauða og bláa andlitmálningu framan í mér.''
Mynd: Getty Images
Stan Collymore fyrrverandi leikmaður Liverpool er mættur til Íslands til að fylgjast með íslenska landsliðinu tryggja sér sæti á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar.

Til að ná þeim áfanga þarf Ísland að vinna Kosovo í lokaleik sínum í undankeppninni annað kvöld. Collymore ræddi ítarlega við Fótbolta.net á æfingu íslenska landsliðsins í dag.

Átti íslenska kærustu og flaug hingað með Björk
„Ég kom fyrst hingað árið 1994 þegar ég spilaði með Nottingham Forest. Þá átti ég íslenska kærustu og kom 3-4 sinnum til Íslands," sagði Collymore í löngu viðtali við Fótbolta.net sem má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

„Ég man sérstaklega eftir því eitt skiptið þegar ég var í flugi frá London Heathrow til Reykjavíkur og Björk var í sama flugi. Það er svona langt síðan þetta var, ég var mikill aðdáandi Bjarkar. Ég var því ótrúlega spenntur þennan dag," sagði Collymore.

Ekki hissa ef Ísland nær langt á HM 2018
Ísland er komið í lykilstöðu fyrir sæti á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi eftir 3-0 sigur í Tyrklandi í fyrrakvöld því Króatía tapaði stigum í Finnlandi á sama tíma. Sigur á Kosovo í lokaleiknum tryggir okkur því á HM. Collymore var samt sem áður löngu búinn að plana ferðina til Íslands þessa helgi.

„Ég planaði þetta í júní. Ég vissi að ég væri að fara að gera umfjöllun um heimsmeistaramótið og að ég myndi verða með 30 mínútna þátt í hverri viku. Ég vissi því að Ísland yrði hluti af þeim þætti. Svo er ég kominn hingað og það er algjör tilviljun að hótelið mitt er 30 metrum frá leikvangnum sem er frábært svo ég get labbað hingað út og meðtekið alla stemmninguna á morgun," sagði Collymore.

„Ég horfði á leikinn gegn Tyrklandi og hvort sem tyrkneska liðið er gott eða ekki þá er mjög fjandsamlegt að fara til Tyrklands. Það hefur verið þannig bæði fyrir félagslið og landslið í mörg ár. Ísland slökkti bara í þeim, auðveldur sigur og svo bara einbeitt sér að næsta leik. Þessir leikmenn munu fá afrakstur uppskerunnar á morgun með því að komast á Heimsmeistaramótið. Ég væri ekkert hissa þó Ísland kæmist mjög langt á Heimsmeistaramótinu. Fyrir utan þessi venjulegu lið, Brasilíu, Spán og Ítalíu, þá eru Argentína og sum suður amerísk lið búin að vera í vandræðum og Holland er líka í vandræðum með að komast á mótið. Þjóðir sem eru skipulagðar og með góðan liðsanda geta núna tekið sæti þessara stærri þjóða. Ég væri því ekkert hissa ef Ísland myndi komast langt næsta sumar."

'Ég vil verða næsti Gylfi Sigurðsson'
Margir héldu að afrek Íslands væri einstakt og við gætum ekki leikið það eftir á næsta stórmóti. Það álit fólks á íslenska liðinu gæti breyst snögglega núna þegar erum að komast á HM. Collymore kíkti á æfingu hjá 7. flokki Breiðabliks í morgun og veit að framtíðin er björt hérna.

„Þegar ég hef talað við fólk í unglingastarfinu hérna er mér ljóst að það eru leikmenn að koma upp hérna líka. Þegar landsliðinu gengur vel og það er fjárfest í aðstöðu og þjálfun þá munu sex og sjö ára krakkar sem horfa á leikinn á morgun verða eitthvað," sagði hann.

„Ég er stuðningsmaður Aston Villa og þegar ég var 11 ára vann Aston Villa Evrópubikarinn með sigri á Bayern Munchen. Við unnum líka gömlu 1. deildina. Þegar ég var 11 ára þá gaf það mér innblástur til að spila fótbolta. Það er því alveg ljóst að þegar 6-15 ára fótboltakrakkar sem horfa á það sem gæti gerst hérna á morgun munu fá innnblástur til að segja: 'Ég vil verða næsti Gylfi Sigurðsson'. Þetta mun gerast," sagði Collymore og hann hélt áfram.

„Ég var í Noregi í síðustu viku að taka upp. Þá talaði ég við Lars Bohinen fyrrverandi liðsfélaga minn sem spilaði á Heimsmeistaramótinu 1994 þegar Noregur var í 2. sæti á heimslistanum. Nú eru þeir i 85. sæti, þeir gripu ekki augnablikið en ég vona að Ísland geri það."

Birkir Bjarnason uppáhaldsleikmaðurinn í íslenska landsliðinu
Stan Collymore fylgist mjög vel fótboltanum eins og þeir sem fylgja honum eftir á Twitter þekkja. En hverjir eru uppáhaldsleikmenn hans í íslenska liðinu?

„Birkir Bjarnason! Ég er stuðningsmaður Aston Villa, hann er ekki að eiga frábæran tíma með Aston Villa en vonandi mun hann sanna sig með landsliðinu annað kvöld," sagði hann.

„Gylfi Sigurðsson auðvitað líka. Ég hef verið að tísta á Twitter í mörg ár þegar hann var hjá Swansea, Spurs og svo er hann kominn til Everton. Mér finnst hann mjög vanmetinn miðað við hvernig er talað um aðra leikmenn í hans stöðu. Hann er samt kominn til Evrton þar sem hefur gengið illa á tímabilinu en með hann í liðinu að skapa og ef það verður smá hraði í sóknarleiknum, því þeir misstu Lukaku, þá getur hann skapað eitthvað."

„Hann getur fundið menn því hann er klókur og getur tekið góðar aukspyrnur og skorað mörk. Fólk á Englandi þekkir íslensku leikmennina því margir þeirra spila í enskum liðum."


Sjáið mig með rauða og bláa andlitsmálningu annað kvöld
Collymore heldur svo héðan til Hollands til að fjalla um slakt gengi þeirra en fyrst gætuð þið hitt hann á djamminu í Reykjavík.

„Ég fer héðan til Amsterdam til að taka viðtöl Clarence Seedorf, Brian Roy fyrrverandi liðsfélaga minn og Pierre van Hooijdonk. Við komum hingað til að tala um góðu hlutina í íslenskum fótbolta en förum þangað til að fjalla um að Holland komist kannski ekki á HM," sagði hann.

„Við förum til Amsterdam á miðvikudaginn svo þið sjáið mig kannski í Reykjavík annað kvöld með nokkra bjóra og með rauða og bláa andlitmálningu framan í mér. Ekki láta ykkur koma það á óvart."
Athugasemdir
banner
banner