Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 28. ágúst 2018 09:10
Elvar Geir Magnússon
Lið 18. umferðar - Hilmar Árni í sjötta sinn
Haraldur Björnsson ver mark úrvalsliðsins.
Haraldur Björnsson ver mark úrvalsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Ólafsson, leikmaður Fylkis.
Daði Ólafsson, leikmaður Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Stjarnan vann toppslaginn gegn Breiðabliki í 18. umferð Pepsi-deildarinnar. Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari umferðarinnar.

Þá eiga Garðbæingar tvo leikmenn í liðinu; það eru Haraldur Björnsson sem átti mikilvægar markvörslur og Hilmar Árni Halldórsson sem lagði upp bæði mörkin í 2-1 sigri og var valinn maður leiksins.



FH vann 3-1 sigur gegn Keflavík en þau úrslit gerðu það að verkum að Keflavík er formlega fallið. Cédric D'Ulivo var valinn maður leiksins en besti leikmaður Keflavíkur var hinn ungi Dagur Dan Þórhallsson og fær hann einnig pláss í liðinu.

Valsmenn unnu 5-3 sigur gegn Fjölni. Eiður Aron Sigurbjörnsson, varnarmaður Vals, var valinn maður leiksins og þá átti Guðmundur Karl Guðmundsson flottan leik fyrir Fjölni og er í úrvalsliðinu.

Fylkismennirnir Daði Ólafsson og Ragnar Bragi Sveinsson eru í úrvalsliðinu eftir mikilvægan sigur gegn Grindavík. Hallgrímur Mar Steingrímsson í KA var valinn maður leiksins í 2-2 jafntefli gegn Víkingum.

Þá sýndi KR flotta frammistöðu gegn ÍBV, vann öruggan 4-1 sigur þar sem Finnur Orri Margeirsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. Finnur er miðjumaður en fer í sína gömlu stöðu í vörninni í úrvalsliðinu. Þá er Kennie Chopart einnig í liðinu en hann hefur sýnt flottan leik að undanförnu.

Sjá einnig:
Úrvalslið 17. umferðar
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar (Umferð ekki lokið)
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner