Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 04. maí 2019 13:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Ake tryggði B'mouth sigur í uppbótartíma gegn níu mönnum Spurs
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Bournemouth 1 - 0 Tottenham
1-0 Nathan Ake ('90 )
Rautt spjald: ,Son Heung-Min, Tottenham ('43) Juan Foyth, Tottenham ('48)

Tottenham heimsótti Bournemouth í hádegisleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikurinn fór fjörglega af stað og varði Mark Travers í marki Bournemouth oft á tíðum glæsilega frá leikmönnum Tottenham. Travers er aðeins nítján ára og lék í dag sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni.

Á 43. mínútu fékk Heung-Min Son að líta rautt spjald fyrir að hrinda í burtu Jefferson Lerma.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, gerði tvær breytingar á sínu liði í hálfleik. Toby Alderweireld og Eric Dier fóru af velli fyrir Juan Foyth og Vincent Wanyama.

Foyth hélt sér ekki lengi inn á vellinum því á 48. mínútu fékk hann að líta rauða spjaldið fyrir ljótt brot á Jack Simpson.

Níu leikmenn Tottenham vörðust vel í seinni hálfleik en Bournemouth ógnaði ekki mikið framan af. Það var rétt undir lok leiks sem leikmenn Bournemouth gáfu aðeins í og ógnuðu að einhverju ráði. Liðið fékk nokkrar hornspyrnur í beit og á lokum gaf vörn Tottenham undan.

Það var á fyrstu mínútu uppbótartíma þegar Ryan Fraser tók hornspyrnu sem Nathan Ake stangaði í netið. Enn ein stoðsendingin hjá Fraser, hans fjórtánda á tímabilinu. Hann er stoðsendingahæstur í deildinni.

Í kjölfar marksins kom í ljós einhver pirringur hjá Tottenham en Jefferson Lerma hafði mikið náð að pirra gestina í leiknum. Dele Alli og Lerma fengu báðir að líta gula spjaldið í kjölfarið.

Tap Tottenham þýðir að Arsenal er einungis fjórum stigum á eftir Spurs og á leik til góða í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Bournemouth skaut sér upp í tólfta sætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner