Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 04. maí 2019 12:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Juan Foyth fékk rautt spjald eftir rúmar tvær mínútur
Foyth var ekki lengi inn á vellinum í dag
Foyth var ekki lengi inn á vellinum í dag
Mynd: Getty Images
Juan Foyth kom inn á sem varamaður fyrir Toby Alderweireld í hálfleik í leik Bournemouth og Tottenham.

Hann var ekki búinn að vera inn á vellinum í þrjár mínútur þegar hann fékk að líta beint rautt spjald.

Hann var að reyna komast upp völlinn og fram hjá Jefferson Lerma, miðjumanni Bournemouth, þegar hann missti boltann frá sér og renndi sér á eftir honum með takkana hátt á lofti á undan sér. Jack Simpson fékk takkana frá Foyth beint í hnéð á sér og Craig Pawson gaf Foyth réttilega rautt spjald.

Þá fékk Heung-Min Son beint rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks og því er Tottenham tveimur mönnum færra síðustu fjörutíu mínúturnar rúmar.

Brot Foyth má sjá með því að smella hér.

Athugasemdir
banner
banner
banner