Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. maí 2019 09:56
Elvar Geir Magnússon
Furðuleg Bandaríkjaferð truflar undirbúning Chelsea
Sarri er ekki sáttur við komandi Bandaríkjaferð.
Sarri er ekki sáttur við komandi Bandaríkjaferð.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segist hafa áhyggjur af þeim áhrifum sem skipulagt ferðalag Chelsea til Bandaríkjanna kunni að hafa á undirbúninginn fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Chelsea mætir Leicester í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar næsta sunnudag og mætir svo New England Revolution í æfingaleik sem settur var á til að safna peningum í góðgerðarmál.

Sarri segir að mikil þreyta sé í mönnum eftir langt og strangt tímabil.

„Það er óheppilegt að við þurfum að fara til Bandaríkjanna. Þetta er tímapunktur þar sem menn þurfa að hvílast áður en undirbúningur fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar fer fram," segir Sarri.

N'Golo Kante er á meiðslalista Chelsea og þá fóru Andreas Christensen og Ruben Loftus-Cheek af velli vegna meiðsla áður en Chelsea vann Eintracht Frankfurt í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum í gær.

Eden Hazard skoraði sigurmark vítaspyrnukeppninnar og tryggði Chelsea í úrslitaleik gegn Arsenal í Bakú þann 29. maí. Líklegt er að leikurinn í gær hafi verið síðasti heimaleikur Hazard með Chelsea en hann er sterklega orðaður við Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner