Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. maí 2019 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
FIFA tekur undir bann Raiola - Í banni allt sumarið
Hvað verður um Pogba og De Ligt?
Mynd: Getty Images
Umboðsmaðurinn Carmine 'Mino' Raiola og bróðir hans Vincenzo Raiola voru dæmdir í bann frá ítalska boltanum á dögunum

Mino fékk þriggja mánaða bann og Vincenzo tveggja mánaða. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tekur undir þessa ákvörðun ítalskra yfirvalda. Mino er því í banni frá allri umboðsmannsstarfsemi þar til eftir að félagaskiptaglugginn lokar í sumar.

Ekki er búið að gefa út ástæðu bannsins en talið er að það tengist félagaskiptum Gianluca Scamacca frá Sassuolo til PEC Zwolle síðasta sumar.

Raiola segir þetta bann vera af pólitískum toga, enda kemur þetta skömmu eftir opinbera gagnrýni hans á starfsemi ítalska knattspyrnusambandsins.

Ekki er ljóst hvað þetta þýðir fyrir framtíð skjólstæðinga hans, sem hafa margir verið orðaðir við félagaskipti í sumar. Matthijs de Ligt, Paul Pogba, Mario Balotelli, Moise Kean og Lorenzo Insigne eru á meðal þeirra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner