Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 01. júlí 2019 08:41
Magnús Már Einarsson
Benítez með hjartnæmt bréf - Vildi vera áfram hjá Newcastle
Kveður Newcastle.
Kveður Newcastle.
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez hefur ritað opið bréf til stuðningsmanna Newcastle þar sem hann útskýrir ákvörðun sína að gera ekki nýjan samning við félagið.

Samningur Spánverjans rann út á miðnætti og hann er nú hættur störfum. Benítez segist hafa viljað vera áfram hjá Newcastle en í bréfinu kemur fram að hugmyndafræði hans hafi ekki verið eins og hjá félaginu.

Bréf Benítez
Kæru stuðningsmenn Newcastle,

Þakka ykkur fyrir þrjú stórkostleg, spennandi og á köflum erfið ár.

Það hefur verið ótrúlegt fyrir mig að finna fyrir stuðningi ykkar, ást og ástríðu. St James'Park hefur alltaf verið sérstakur leikvangur og 5-1 sigurinn gegn Tottenham 15-05-2016, var svo tilfinningaríkur því frá þeim degi hefur mér liðið eins og ég tilheyri Newcastle og ég þakka fyrir að hafa boðið mig svona velkominn og látið mig líða eins og heima hjá mér.

Ég vil þakka öllum hjá félaginu sem hafa hjálpað mér og auðvitað leikmönnunum sem börðust með okkur og starfsfólkinu (sem er eitt það besta sem ég hef verið með).

Frá því að við unnum Championship deildina yfir í tímabilin tvö í ensku úrvalsdeildinni þá hafa stuðningsmennirnir, starfsfólkið og leikmennirnir staðið saman. Ég vildi vera áfram en ég vildi ekki bara bíða eftir að skrifa undir framlengingu á samningi heldur vildi ég vera hluti af ákveðnu verkefni. Því miður varð það ljóst að æðstu menn hjá félaginu voru ekki með sömu hugmyndafræði.

Ég er mjög leiður yfir því en ég sé ekki eftir ákvörðun minni að koma til Tyneside og ég er mjög stoltur af því sem við höfum afrekað saman.

Ég verð alltaf með ykkur í hjarta mínu.

Gangi ykkur vel í framtíðinni.

C'mon Toons!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner