Hilmar Árni Halldórsson var happafengur fyrir Stjörnuna þegar félagið fékk hann í sínar raðir eftir að Leiknir R. féll úr Pepsi-deildinni árið 2015.
Hilmar Árni hefur skorað 46 mörk í 100 leikjum í efstu deild en íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum vakti athygli á þessu á Twitter í dag.
Freyr Alexandersson, fyrrum þjálfari Leiknis, greindi þá frá því að það hafi þurft að sannfæra Stjörnuna um að semja við Hilmar Árna á sínum tíma.
Hilmar var samningslaus eftir sumarið 2015 en fá lið sýndu honum áhuga. Freyr segir að Runar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hafi hlustað á ráðleggingar og í kjölfarið samið við HIlmar.
Hilmar Árni hefur skorað 46 mörk í 100 leikjum í efstu deild en íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum vakti athygli á þessu á Twitter í dag.
Freyr Alexandersson, fyrrum þjálfari Leiknis, greindi þá frá því að það hafi þurft að sannfæra Stjörnuna um að semja við Hilmar Árna á sínum tíma.
Hilmar var samningslaus eftir sumarið 2015 en fá lið sýndu honum áhuga. Freyr segir að Runar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hafi hlustað á ráðleggingar og í kjölfarið samið við HIlmar.
Hilmar Árni Halldórsson:
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) July 31, 2019
100 leikir í efstu deild og 46 mörk af „miðjunni“ (16 úr vítum).
Einn besti spyrnumaður seinni ára.
Spilað 100 leiki af 102 síðan að hann mætti í Pepsi.
Alltaf klár, alltaf að skora, alltaf hógvær.
Verður um ókomin ár ein bestu „kaup“ nokkurs liðs.
Stjarnan hafði ekki samband. Það þurfti að selja þeim að gefa honum séns. Það var gott að RPS treysti og hlustaði. Aðrir hlustuðu ekki og áttu allir mikið betri leikmenn í hans stöðu 😂 svona getur bransinn verið bilaður. Skemmtileg saga eftir á. En einnig sönnun um poor scouting
— Freyr Alexandersson (@freyrale) July 31, 2019
Athugasemdir