Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. júlí 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Þurfti að selja Stjörnunni að gefa Hilmari Árna séns
Hilmar Árni Halldórsson.
Hilmar Árni Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson var happafengur fyrir Stjörnuna þegar félagið fékk hann í sínar raðir eftir að Leiknir R. féll úr Pepsi-deildinni árið 2015.

Hilmar Árni hefur skorað 46 mörk í 100 leikjum í efstu deild en íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum vakti athygli á þessu á Twitter í dag.

Freyr Alexandersson, fyrrum þjálfari Leiknis, greindi þá frá því að það hafi þurft að sannfæra Stjörnuna um að semja við Hilmar Árna á sínum tíma.

Hilmar var samningslaus eftir sumarið 2015 en fá lið sýndu honum áhuga. Freyr segir að Runar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hafi hlustað á ráðleggingar og í kjölfarið samið við HIlmar.




Athugasemdir
banner
banner