Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 30. ágúst 2019 10:45
Magnús Már Einarsson
Heimir sáttur með byrjunina - Rui Faria var reiður eftir leik
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi, er ánægður með byrjun liðsins á nýju tímabili í Katar. Aron Einar Gunnarsson skoraði mark Al Arabi í 1-1 jafntefli gegn Al Duhail í gær en stigið kom eftir sigur Al Arabi í fyrsta leik í síðustu viku.

„Ég er ánægður með frammistöðu liðsins í erfiðum leik," sagði Heimir á fréttamannafundi eftir leikinn í gær.

Al Duhail hefur veirð eitt öflugasta liðið í Katar undanfarin ár en það endaði í 2. sæti í úrvalsdeildinni á síðasta tímabil.

„Það er nýr kafli hjá Al Arabi að geta mætt stórum og sterkum liðum eins og Al Duhail með góðri frammistöðu og ég er ánægður með frammstöðu okkar," sagði Heimir.

Nýstofnaður stuðningsmannaklúbbur Al Arabi á Íslandi birti myndband á Twitter í gær þar sem Heimir sést ræða málin við Rui Faria, þjálfara Al Duhail, eftir leik.

Faria, sem var áður aðstoðarmaður Jose Mourinho hjá Inter, Real Madrid, Chelsea og Manchester United, virkaði reiður eins og sjá má á myndbandinu.

Athugasemdir
banner
banner
banner