Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
banner
   fös 30. ágúst 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Aron Einar skoraði í Katar
Aron Einar Gunnarsson opnaði markareikninginn
Aron Einar Gunnarsson opnaði markareikninginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, skoraði fyrsta mark sitt fyrir Al Arabi í ofurdeildinni í Katar í gær en liðið gerði 1-1 jafntefli við Duhail.

Duhail komst yfir með marki í byrjun leiks en áður en hálfleikurinn var úti skoraði Aron Einar með föstu skoti í vinstra hornið.

Aron var að skora fyrsta mark sitt fyrir Al Arabi frá því hann kom frá Cardiff City.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.


Athugasemdir