Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 04. september 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Maradona opinn fyrir því að þjálfa aftur í Argentínu
Diego Armando Maradona
Diego Armando Maradona
Mynd: Getty Images
Argentínska goðsögnin Diego Armando Maradona segist opinn fyrir því að þjálfa aftur í Argentínu.

Maradona er 58 ára gamall en hann þjálfaði síðast Dorados í næst efstu deild í Mexíkó áður en hann þurfti að hætta í júní út af heilsu sinni.

Hann þurfti að gangast undir aðgerð á hné og á öxl en segist nú klár í slaginn.

Hann hefur verið orðaður við argentínska félagið Gimnasia La Plata en liðið er í neðsta sæti argentínsku deildarinnar eftir fimm leiki með aðeins eitt stig.

Maradona hefur áður þjálfað lið á borð við Racing Club í Argentínu og auðvitað argentínska landsliðið.

„Ég vil taka það fram að ég hef ekki fengið tolboð um að taka við argentínskum liðum þó fjölmiðlar haldi öðru fram. Það hefur enginn haft samband við mig en heilsan er góð og það væri heiður fyrir mig að taka við argentínsku félagi. Ég elska áskoranir og sendi öllum knús," sagði Maradona á Instagram.
Athugasemdir
banner
banner
banner