Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 01. júní 2023 22:30
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Fáum á okkur of mörg klaufaleg mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var boðið upp á mikla skemmtun í Árbænum í kvöld þegar Fylkir og KR gerðu 3-3 jafntefli. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, hafði þetta að segja eftir leik:

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  3 KR

„Þetta var bráðskemmtilegur fótboltaleikur, kannski sanngjarnt jafntefli ég veit það ekki. Við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel og enduðum hann ekki heldur nægilega vel," sagði Rúnar.

Fylkismenn vildu fá hendi á Theodór Elmar í jöfnunarmarkinu en hann sagði í viðtali eftir leik að boltinn hefði bara farið í andlitið á sér.

„Ég hef ekki séð þetta en talaði við fólk, Gummi Ben segir að þetta sé 95 eða 98% hendi. Ég veit ekki hvort Emmi sé að ljúga að okkur eða segja satt."

Fylkir er án ósigurs í fjórum síðustu leikjum en Rúnar er ósáttur við mörkin sem liðið er að fá á sig.

„Við erum að fá á okkur full klaufaleg mörk, ég er ekki alveg sáttur við það. Við erum að fá á okkur of mörg klaufaleg mörk miðað við hvað við reynum að spila góða vörn. Við þurfum að fækka mistökum."

Emil Ásmundsson fór af velli eftir höfuðhögg og Orri Sveinn Stefánsson fór meiddur útaf í seinni háfleik. Meiðslalisti Fylkis er orðinn ansi langur.

„Það er alltof mikið af skakkaföllum. Þeir verða líklega hvorugir með í næsta leik en vonandi fáum við Elís og Óla Kalla inn, það ræðst á næstu dögum," segir Rúnar Páll.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner