Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fim 01. júní 2023 22:30
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Fáum á okkur of mörg klaufaleg mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var boðið upp á mikla skemmtun í Árbænum í kvöld þegar Fylkir og KR gerðu 3-3 jafntefli. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, hafði þetta að segja eftir leik:

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  3 KR

„Þetta var bráðskemmtilegur fótboltaleikur, kannski sanngjarnt jafntefli ég veit það ekki. Við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel og enduðum hann ekki heldur nægilega vel," sagði Rúnar.

Fylkismenn vildu fá hendi á Theodór Elmar í jöfnunarmarkinu en hann sagði í viðtali eftir leik að boltinn hefði bara farið í andlitið á sér.

„Ég hef ekki séð þetta en talaði við fólk, Gummi Ben segir að þetta sé 95 eða 98% hendi. Ég veit ekki hvort Emmi sé að ljúga að okkur eða segja satt."

Fylkir er án ósigurs í fjórum síðustu leikjum en Rúnar er ósáttur við mörkin sem liðið er að fá á sig.

„Við erum að fá á okkur full klaufaleg mörk, ég er ekki alveg sáttur við það. Við erum að fá á okkur of mörg klaufaleg mörk miðað við hvað við reynum að spila góða vörn. Við þurfum að fækka mistökum."

Emil Ásmundsson fór af velli eftir höfuðhögg og Orri Sveinn Stefánsson fór meiddur útaf í seinni háfleik. Meiðslalisti Fylkis er orðinn ansi langur.

„Það er alltof mikið af skakkaföllum. Þeir verða líklega hvorugir með í næsta leik en vonandi fáum við Elís og Óla Kalla inn, það ræðst á næstu dögum," segir Rúnar Páll.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner