Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fim 01. júní 2023 22:30
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Fáum á okkur of mörg klaufaleg mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var boðið upp á mikla skemmtun í Árbænum í kvöld þegar Fylkir og KR gerðu 3-3 jafntefli. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, hafði þetta að segja eftir leik:

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  3 KR

„Þetta var bráðskemmtilegur fótboltaleikur, kannski sanngjarnt jafntefli ég veit það ekki. Við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel og enduðum hann ekki heldur nægilega vel," sagði Rúnar.

Fylkismenn vildu fá hendi á Theodór Elmar í jöfnunarmarkinu en hann sagði í viðtali eftir leik að boltinn hefði bara farið í andlitið á sér.

„Ég hef ekki séð þetta en talaði við fólk, Gummi Ben segir að þetta sé 95 eða 98% hendi. Ég veit ekki hvort Emmi sé að ljúga að okkur eða segja satt."

Fylkir er án ósigurs í fjórum síðustu leikjum en Rúnar er ósáttur við mörkin sem liðið er að fá á sig.

„Við erum að fá á okkur full klaufaleg mörk, ég er ekki alveg sáttur við það. Við erum að fá á okkur of mörg klaufaleg mörk miðað við hvað við reynum að spila góða vörn. Við þurfum að fækka mistökum."

Emil Ásmundsson fór af velli eftir höfuðhögg og Orri Sveinn Stefánsson fór meiddur útaf í seinni háfleik. Meiðslalisti Fylkis er orðinn ansi langur.

„Það er alltof mikið af skakkaföllum. Þeir verða líklega hvorugir með í næsta leik en vonandi fáum við Elís og Óla Kalla inn, það ræðst á næstu dögum," segir Rúnar Páll.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner